top of page

Acerca de

Copy of ORKUJAFNVÆGI OG ENDURNÆRING.png

Viltu læra að orkujafna þig og upplifa algera endurnæringu á líkama og sál?

Þá er þetta örnámskeiðið fyrir þig!

Næsta námskeið verður í haust 2023, skráðu þig á biðlista

Hvað lærir þú?

- æfingar í öndun

- einfaldar æfingar sem allir geta lært til þess að jafna orkuna þína fyrir eða yfir daginn byggt á fræðum orkulækninga.

- orkuæfingar sem hjálpa þér inn í daginn og búa til jafnvægi í orkulíkamann þinn

- hlutverk orkustöðvanna og að veita orkustöðvunum þínum og annarra jafnvægi

 + 30 mínútna Yoga Nidra endurnærandi slökun og gong tónheilun, meira um Yoga Nidra hér

Hluti af örnámskeiðinu er unninn í pörum þannig að þetta er tilvalin stund fyrir pör, hjón, vini/vinkonur, systur/bræður en að sjálfsögðu fyrir alla! Þú þarft alls ekki að koma með einhvern með þér - það er bara hugmynd ☀️

Verð: 7900 kr á mann

Þú getur greitt hér eða fengið bankaupplýsingar til að millifæra þegar þú hefur skráð þig.

*ath mjög takmarkaður fjöldi og því þarf að greiða staðfestingargjald (óendurgreiðanlegt) eða fullt gjald við skráningu (hluti endurgreiddur ef þú kemst ekki og lætur vita 3 sólarhringum áður).

UMSAGNIR:

"Ég mæli svo sannarlega með því við alla að gefa sér þá gjöf að sækja þetta námskeið. Þetta var yndisleg og endurnærandi upplifun og gott að geta í framtíðinni gripið til æfinganna sem við lærðum. Kolbrún talar af þekkingu um efnið, auk þess sem hún hefur mjög glaðlega og gefandi nærveru. Röddin hennar passar fullkomlega fyrir yoga nidra sem var í lok námskeiðsins." Anna Einarsdóttir

"Frábært endurnærandi samsetning af orkuæfingum og slökun! Mér fannst eins og þreytan eftir annasamar vikur bráðnaði." Björk Bjarkardóttir

"Mér leið mjög vel andlega og fann mikla jàkvæðni. Mér fannst allt mjög gott umhverfið dásamlegt og Kolbrún er með svo góða nærveru." Ólöf Ása

"Ég fann að ég svaf ótrúlega vel nóttina á eftir. Ég fann líka mun á önduninni á þann hátt ég átti mun auðveldar að anda dýpra þe eins og það hafi losnað um ákveðna hindrun."

"Mér leið mjög vel og var veeeeel slök ;)"

"Fann meiri ró í huganum og aukna jarðtengingu"

"Æfingarnar til að hrista upp í orkunni hittu í mark"

"Ég fann mun á mér og fannst gott að byrja strax að æfa sig"

skráðu þig/ykkur hér

Settu í skilaboð hversu marga þú vilt skrá á námskeiðið

  • Facebook
  • Instagram
Takk fyrir að velja þig!
bottom of page