ORKUMEÐFERÐ
Orkumeðferð er heilun og samtal þar sem við, ég og þú, aðstoðum orkulíkamann, efnislíkamann, tilfinningalíkamann og undirmeðvitundina að losa um staðnaða orku og stíflur sem myndast vegna áfalla og streitu daglegs lífs. Orkumeðferð er blönduð tækni heilunar þar sem ég nota orkulækninga aðferðir, reiki heilun og access bars til að aðstoða þig við að heila sjálfan þig. Í meðferðinni eigum við einnig samtal sem er mikilvægt til að aðstoða þig við að losa um staðnaða orku sem og endurstillingu undirmeðvitundar þinnar.
Ég er því miður í veikindaleyfi eða uppbyggingarleyfi eins og ég og kynsystur mínar sem greinst hafa með krabbamein kjósum að kalla það ❤️
Ef þú vilt fara á biðlista og fá boð þegar ég fer aftur á kreik máttu senda mér tölvupóst hér ❤️
Þú getur valið um 60 eða 90 mínútur (mæli með 90 mínútum fyrir þessa tíma) í ró og slökun í þægilegu umhverfi.
Verð: Dagtími frá kl. 9-15.30, 60 mín 16.000 kr - 90 mín 21.000 kr tíminn
Eftirmiðdagstími frá 16.00-20.00, 60 mín 19.000 kr - 90 mín 26.000 kr tíminn
verð með hjartaopnandi cacao +1000 kr, einungis í boði fyrir 90 mín tíma
