top of page
​NÁMSKEIР & VIÐBURÐIR FARA FRAM
Í REYR STUDIO & SVÖVUHÚSUM HEIÐMÖRK

✨ HAUST/VETUR 2025 ✨

MÖNTRUSÖNGUR & YOGA NIDRA 4 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 7.  OKT - NÁNAR HÉR

9. OKT: TÓNFERÐALAG SVÖVUHÚS

4. NÓV: KUNDALINI - REIKI  HEILUN MEÐ LIFANDI TÓNLIST & CACAO Í REYR STUDIO KL. 20-21.45

11. NÓV: TÓNHEILUN Í REYR STUDIO KL. 19.30-20.30

11.NÓV: MIÐNÆTUR TÓNHEILUN MEÐ CACAO Í REYR STUDIO KL. 21-22.30

13. NÓV: TÓNFERÐALAG SVÖVUHÚS

18. NÓV: MANIFESTATION MEÐ HUGLEIÐSLU TÓNHEILUN & CACAO Í REYR STUDIO KL. 20-22

25. NÓV: LIGHT LANGUAGE ACTIVATION MEÐ LIFANDI TÓNLIST & CACAO Í REYR STUDIO KL. 20-22

2. DES: KAP MEÐ LIFANDI TÓNLIST & CACAO KL. 20-22

4. DES: TÓNFERÐALAG SVÖVUHÚS

SMELLTU Á VIÐBURÐ TIL AÐ SKRÁ ÞIG

 

MÖNTRUSÖNGUR & YOGA NIDRA 4 VIKNA NÁMSKEIÐ Í REYR STUDIO
 

Möntrusöngur & Yoga Nidra með cacao og tónheilun
​Námskeiðið er 4 vikur og hefst þriðjudaginn 7. október og er alla þriðjudaga í okt frá kl. 19.30-21

Á námskeiðinu gerum við æfingar sem hækka orkutíðnina þína, veita henni jafnvægi og róa um leið taugakerfið þitt. Æfingarnar hjálpa þér að losa þig við neikvæða og/eða staðnaða orku í efnis-, tilfinninga- og orkulíkama með því að syngja möntrur, losa um hálsstöðina, hugleiða og fá tónheilun.

Allir tímar byrja á hjartaopnandi cacao og enda á yoga nidra og tónheilun.

Við eflum orkuflæðið með æfingum fyrir hálsstöðina með söng, með því að kyrja saman og hugleiða, með orkulækningum, mudrum, heilun handa, tapping og fleiri áhrifaríkum æfingum til að hreyfa við orkustöðvunum og róa taugakerfið þitt.​

Á námskeiðinu lærirðu að tengjast orkustöðvum og líkama þínum betur í gegnum æfingar fyrir hálsstöðina þína. Hálsstöðin er upphafið að andlegri tengingu og hjálpar okkur við tjáningu og sköpunarkraft.

Á námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á tengingu við líkama með hugleiðslu, yoga nidra sem aðstoðar þig við líkamsvitund og núvitund. Streita og áföll leiða til þess að hugur og líkami aftengjast og með æfingunum sem við munum leggja áherslu á þann mikilvæga þátt að tengja huga og líkama með yoga nidra, líkams- og núvitund.

Þú lærir að efla lífsorkuna (prana) innra með þér með því að kyrja og syngja með okkur, lærir um möntrur og hvað þær eru heilandi fyrir líkama og sál og færð að finna það á eigin skinni.

Boðið er upp á ljúffengt hjartaopnandi cacao í öllum tímum.

Komdu í öfluga sjálfsheilun með Kolbrúnu og Danna.

Þriðjudaga í október frá kl. 19.30-21
í Reyr Studio Fiskislóð 31B

Þú skráir þig HÉR

​Námskeið hefst 7. október

Verð: 22.900 kr

1000035791.png
kap stories-1080x1920px.png

KAP MEÐ LIFANDI TÓNLIST & CACAO

Næsti KAP verður þriðjudaginn 2. des 2025

Stundin hefst á hjartaopnandi Cacao sem hjálpar þér að setjast í hjartaorkuna þína og slökunarástand inn í líkamann þinn.

Við notum 100% hreint, lífrænt og heilsubætandi Cacao frá Perú.

KAP ER DJÚP ORKUVINNA

Við vinnum með þína innri orku, hjálpum þér að komast nær kjarnanum. Mikil sjálfsvinna og heilun á sér stað í þessum tímum. Ákveðið hugleiðslu ástand sem hjálpar þér að vinna úr streitu, orkuleysi, vanlíðan, bætir svefn, eykur sköpun og þannig má lengi telja.

Kundalini lífskrafturinn býr innra með okkur öllum.

Fólk upplifir allt milli þess að finna fyrir djúpslökun, losa um allskonar tilfinningar. Getur fundið fyrir titring og þörf fyrir hreyfingu. En flestir eiga það sameiginlegt að nærast af þessum tíma, tengjast betur sjálfum sér og líða almennt mun betur.

KAP er smjör fyrir taugakerfið þitt

Við byrjum oft á öndunaræfingum eða hristum okkur aðeins til að keyra orkuna í gang. Svo liggur þú á dýnu í rúmlega klukkutíma.

Í orkuvinnunni snertum við nokkra orkupunkta líkamans en vinnum líka með orkuna án snertinga fyrir ofan ykkur.

Í tímanum er mögnuð lifandi tónlist og spilar hún stórt hlutverk á ferðalaginu þar sem tónarnir smjúga inn í orkuna þína og líkama og hreyfa við því sem þú þarft á að halda.

Komdu í þægilegum fatnaði og með augngrímu eða augnhvílu með þér (við erum einnig með augngrímur til láns).

Verð: 11.000 kr

þú tryggir þér pláss með því að kaupa miða HÉR

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Kolbrún & Bjarmi leiða KAP & Danni leiðir lifandi tónferðalag.

Viðburðurinn er haldinn í REYR Studio Fiskislóð 31 B, gengið inn bílaþvottastöðvarmegin

20241009_210510.jpg

TÓNHEILUN

Í þessum tíma náum við djúpri slökun inn í taugakerfið okkar með gong hugleiðslu, kristalskálum, trommum, digirido, chimes og öðru tóndekri. Þú liggur og nýtur þess að leyfa tónunum að hjálpa þér að losa um óþægindi sem kunna að hafa sest að í líkama þínum.

 

Tónheilun hefur áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand þitt með því að hreyfa við því sem er fljótandi í líkama þínum sem og hreyfa við orkulíkamanum þínum. Víbríngurinn sem kemur frá tónunum hefur áhrif á allt umhverfið og hver fruma titrar á sínum hraða sem verður til þess að hreyfing á sér stað og losar um hvort sem það eru líkamlegir verkir eða stöðnuð orka, tilfinningaleg eða tengd orkustöðvum þínum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að  tónheilun hjálpar til við að slaka á taugakerfinu, losar um stress og kvíða, bætir svefn, eykur innri frið, veitir jafnvægi, eykur skýrleika,  stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi, eykur sjálfsmildi og vellíðan.

Næsti tími er 11. nóvember í Reyr Studio kl. 19.30-20.30, verð: 5500 k, skráning hér

Einnig miðnæturtónheilun 11. nóvember í Reyr Studio kl. 21-22.30, verð 6500 kr, skráning hér

UMSAGNIR UM TÓNHEILUN MEÐ KOLBRÚNU OG DANNA

 

"Elsku Kolbrún og Danni, takk fyrir mig í gær. Var svo hjartaopnandi og nærandi Mikill metnaður hjá ykkur og vandað í alla staði. Og tónlistin maður minn, var eitthvað frá öðrum heimi, sem kom svo skemmtilega á óvart. Mun koma aftur" Steingerður

 

"Þetta er staðurinn sem allir þurfa að eiga sem athvarf í annasömu lífi"

Dagný Laxdal

 

"Tónheilun hjá Kolbrúnu og Danna hefur gefið mér svo mikinn innri frið og ró. Andrúmsloftið sem þau bjóða upp á er fullt af gleði, samhyggð og frið."

Júlía Guðmundsdóttir

 

"Að liggja í "þessari púpu" og leyfa tónlistinni að sameinast mér í klukkustund, er dásamleg stund sem ég sækist í aftur og aftur, ég get ekki lýst því með orðum hvað þetta gerir, þetta er bara mjög notalegt og hver tími er einstakur, kakóið á undan hjálpar mér að ná enn dýpri upplifun þegar það er í boð!"

Ágústa Jónsdóttir

 

"Kolla og Danni eru yndisleg og halda vel utanum tímann. Flott tónlist og allt vel gert."

Pétur

 

"Dásamleg slökun, hef verið að dreyma um að svífa um í silki síðan."

 

"Hjartans þakkir fyrir einkar róandi og ljúfa tónheilunarstund. Það var falleg mjúk og kærleiksrík orka þarna inni. Ég hef farið nokkrum sinnum i tónheilun, á mismunandi stöðum, en aldrei fundið svona djúp áhrif hljóðfæranna sem notuð voru. Og aldrei heldur upplifað að notuð væru þetta mörg hljóðfæri og mismunandi hljóð líka. Ég held að það að svífa í silkihengirúmmi hafi dýpkað upplifunina og einnig að finna að ýtt væri við manni af og til magnaði hana líka. Ég tímdi varla að hreyfa mig, fannst það “slíta/grynnka” tenginguna við líkamann, hugleiðsluna og hljóðin í kringum mig á ferðalagi mínu. Því hefði ég þegið að mér væri vaggað oftar og líka að hljóðfærin sem færð voru að hengirúminu af og til, hefðu stoppað aðeins lengur til að ég finndi bylgjurnar dýpra. Enn og aftur takk fyrir fallega og ljúfa upplifun sem ég vildi gjarnan njóta reglulega í áskrift…..ef hægt væri. Kæleikur og ljós til ykkar Kolbrún og Danni 💞🙏💞"

Fanndís Steinsdóttir

 

"Kom á óvart hvað ég náði góðri og djúpri slökun svona í fyrsta sinn sem ég mæti. Mun pottþétt koma aftur.. og aftur…og aftur."

Viktoría J. Laxdal

bottom of page