top of page

ORKUMEÐFERÐIR

Ég býð upp á mismunandi aðferðir við heilun

Orkumeðferð, ég aðstoða þig að finna það sem þú þarft nánar hér

Access Bars orkumeðferð nánar hér

Hjartaheilun nánar hér

Reiki heilun nánar hér

Kundalini-Reiki heilun nánar hér

Hvað eru orkustöðvar?

Langar þig að vita aðeins um orkustöðvarnar eða Chakras sem á sanskrít þýðir „hjól“ og vísar til orkupunkta í líkamanum. Talið er að þær séu orkuskífur sem snúast og ættu að vera opnar og í takt, þær eru taldar vinna með taugakerfinu okkar og helstu líffærum og hafa þar af leiðandi áhrif á tilfinningalega og líkamlega vellíðan okkar. Orkustöðvarnar flytja ferska orku inn í líkamann og flytja staðnaða orku út úr líkamanum. Þær þjóna líffærum, vöðvum, liðböndum, bláæðum og öðrum líkamshlutum sem sitja á sviði þeirra. Auk þess að flytja orku eru orkustöðvarnar einnig orkuvinnslustöðvar. Þær skrá, flokka og geyma orku sem inniheldur upplýsingar um líkama þinn, tilfinningar þínar og lífsferil þinn. Hver orkustöð gegnir ákveðnu hlutverki við að styðja og stjórna starfsemi líkama þíns og líffæra hans. Hver orkustöð hjálpar einnig að hafa áhrif á mismunandi hormón. Að hreinsa og koma jafnvægi á orku orkustöðvanna hjálpar til við að stjórna efnafræði líkamans, bætir andlega skerpu og styrkir heilsu þína.

Sumir segja að það séu 114 mismunandi orkustöðvar, en við ætlum að fara yfir þær sjö helstu orkustöðvar í líkama þínum sem liggja meðfram hryggnum þínum frá rófubeini upp að hvirfli. Það er þær orkustöðvar sem flestir vísa til þegar talað er um þær.

Allar sjö aðal orkustöðvarnar hafa sitt eigið nafn, lit og ákveðið svæði á hryggnum frá spjaldbeini (neðst á hrygg) að hvirfli, eða efsta part höfuðsins og sinn fókus á líkamlega heilsu.

❤️ Rótarstöðin ( Root Chakra ) – Rauður litur

🔶 Magastöðin ( Sacral Chakra ) – Appelsínugulur litur

💛 Sólarplexus ( Solar Plexus ) – Gulur litur

💚 Hjartastöðin (Heart Chakra ) – Grænn litur

🔵 Hálsstöðin ( Throat Chakra ) – Blár litur

💜 Þriðja augað (Third Eye Chakra ) – Fjólublár litur (violet/purple)

⚪️ Hvirfill ( Crown Chakra ) – Fjólublár eða hvítur litur

 

Af hverju er gott að þekkja orkustöðvarnar?

Minni er vissulega geymt í taugafrumum þínum, en það er líka geymt í orkustöðvunum þínum! Orkustöðvarnar eru taldar geyma minningar og því hafa þær áhrif á sjálfsmynd þína og viðbrögð þín við núverandi reynslu og upplifunum. Orkustöðvar eru eins og skjalaskápar fyrir reynslu þína. Öflug áletrun af hverjum tilfinningalega eða líkamlega mikilvægum atburði sem þú hefur upplifað er skráð á orkustöðvarnar þínar. Hver orkustöðvarkóði er brot af persónulegu sögunni þinni og hefur sérstakt þema.

Orka orkustöðvanna gegnir mikilvægu líkamlegu, sálrænu og andlegu hlutverki í heilsu þinni og lífsorku. Ómelt reynsla (þar á meðal tilfinningaleg viðbrögð) getur fest sig í sérstökum orkustöðvum og hindrað heilbrigt flæði og frekari vöxt.

UMSAGNIR:

"Ég er eiginlega orðlaus og það gerist ekki en að finna orð sem ná í áttina á að lýsa þvi sem Kolbrún er búin að gera fyrir mig í tveimur orkumeðferðar heilunar tímum og pendúllinn í dag, kona lifandi, hann snar snérist eins og þyrlu spaðar búin að opna á þær allar og nú bara svíf ég <3 Eftir fyrri tíman fór ég grátandi og hlæjandi og nú fljúgandi takk takk mín kæra". - Guðmundur Svövuson


"Èg verð að mæla með henni Kolbrúnu. Èg fór til hennar í gær í Reiki Heilun og Access bars Orkumeðferð og èg gjörsamlega sveif út frá henni, hún er með góða nærveru og auðvelt að fella allar varnir hjá henni. Takk fyrir mig" - Lovísa Kristín Einarsdóttir

"Nærvera, umhverfi, slökun var mun betra en ég þorði að vona, ég fékk allt sem ég vildi og rúmlega það, kvíðinn minn hvarf og ég fann raunverulega fyrir orkunni á þeim stöðum sem hana vantaði, 100% mín meðmæli og myndi hiklaust senda vini og ættingja til Kolbrúnar" 
- Margrét Erla Guðmundsdóttir

"Eftir tímann leið mér eins og ég væri vel úthvíld og fannst ég hafa náð djúpslökun í tímanum. Ég hætti koffeinneyslu viku áður (eftir áralanga daglega neyslu) og var því oft ennþá með þessa "fráhvarfaþreytu" og höfuðverki. En eftir Reiki tímann fann ég ekki fyrir þessari þreytu þó tíminn væri að morgni til. Dagarnir eftir tímann hafa einnig verið mjög orkumiklir. Mér fannst einnig koma ákveðin ró og skýrleiki yfir hugsanir og pælingar sem ég höfðu verið mér ofarlega í huga uppá síðkastið. Það kom mér svo ánægjulega á óvart að ég virkilega fann fyrir orkustreyminu í gegnum líkamann. M.a. hita eđa yl streyma um líkamann og örlítinn "víbring" út í hendur og fætur. Mjög ánægjuleg og róandi tilfinning. Kolbrún hefur rosalega gefandi og þægilega nærveru. Sköpunargleðin sem hún hefur er eflaust stór partur af kraftmiklu orkunni sem hún gefur af sér." - Sæunn Kjartansdóttir

"Takk fyrir mig í dag Fann um leið að þarna liði mér vel, þú hefur svo góða nærveru og góða orku. Hlakka til að koma aftur og mæli með fyrir alla að slaka á, og fá aðstoð við það ef þarf - engin skömm í því. Takk"

"Yndislegt andrúmsloft og frábær orka - mæli með!" - Sesselja

"Kolbrún hefur svo góða og yndislega nærveru. Hún gefur sig alla í þetta og maður finnur það svo vel. Þessi meðferð er mjög endurnærandi og góð. Ég fann fyrir þreytu en um leið vellíðan. Mæli svo innilega með að fara til Kolbrúnar." - Esther

"Ég fór í yndislegan Reiki tíma hjá Kolbrúnu. Hjá henni mætti mér yndisleg nærvera og djúpslökun engri lík. Það var ótrúlegt hvað heilunin hitti á og vann sérstaklega á orkustöðvum sem ég sjálf veit að þurfa smá ást og vinnu. Ég gekk endurnærð og ánægð útúr tímanum og vil mæla 100% með Kolbrúnu 💚" - Lúcía Sigrún

bottom of page