top of page

Langar þig að tengjast þér betur?

Fá aðstoð við að ná betri tökum á þinni andlegu vegferð og kafa dýpra með mér

12 mánaða handleiðsla

Langar þig að leyfa þér að blómstra og lifa lífinu lifandi. Vera sátt/ur í eigin skinni og upplifa að þér séu allir vegir færir.  Hjá mér lærirðu að breyta hugarfari þínu, þjálfa þig í að vera til staðar fyrir þig, efla sjálfstraust þitt og skapa líf sem nærir þig og þína vellíðan.

Ég leiði þig áfram í sjálfsvinnu með 12 mánaða þjálfun sem byggir á sjálfstyrkingu, hugarfarsbreytingu, núvitund, bættum samskiptum, aukinni gleði og ánægju með líf þitt. Námskeiðið er fullt af fróðleik , verkefnum og æfingum sem hjálpa þér að sitja betur í þér. Í hverjum mánuði eru 75 mínútna einkatímar með Kolbrúnu og efni hvers mánaðar sem þú færð sent til þín og átt til lífstíðar.

Finnst þér þú …

Ofhugsa

Vera með lágt sjálfsmat

Ekki geta staðið með þér

Efast um þig

Ekki geta tjáð tilfinningar þínar

Óánægð/ur í starfi

Eiga erfið samskipti eða vera erfið/ur í samskiptum

Eiga erfitt með að vinna úr fortíðinni

Ekki hlakka til þess sem koma skal

Ekki vera nægilega frjáls

Ekki vera á þeim stað sem þú vilt vera

Ekki lifa drauma þína

 

Eða langar þig bara einfaldlega til þess að auka við sjálfstraust þitt, losna við sjálfsefann og leyfa þér að  líða betur, lifa í vellíðan og fá aukin verkfæri til þess?

 

Þú færð einn mánuði í einu til að vinna með og gerir þetta á þínum hraða, við hittumst svo mánaðarlega í 75 mínútna einkatíma þar sem við förum dýpra í skilning, verkefni og þínar upplifanir.

Í tímanum fáum við okkur hjartaopnandi cacao, samtal og 10-15 mínútna orkumeðferð í lokin.

Ef þú ert ekki á höfuðborgarsvæðinu getum við hist í netheimum.

Mánaðarleg greiðsla er 21.000 kr en hægt er að staðgreiða og fá 10% afslátt af heildarverði

flest stéttarfélög greiða námskeiðið niður.

Er ekki komið að því að líða betur og lifa í sátt og hugarró? 

Hafðu samband með því að senda mér tölvupóst hér eða ýta á hnappinn fyrir neðan ef þig langar að vita meira og ef þig langar að skrá þig!

Þú velur hvort að tíminn fer fram

í gegnum tölvu og þú getur verið

hvar sem er í heiminum

eða​ í eigin persónu í Hólmgarði, 108 Rvk.

20240609_094124_edited.jpg
bottom of page