top of page

ACCESS BARS ORKUMEÐFERÐ

Access Bars® eru 32 punktar á höfðinu og gegnir hver punktur sérstöku hlutverki á orkusviðum þínum (tilfinningalega, líkamlega, andlega). Í tímanum er unnið með að losa um orkustíflur sem geta myndast í daglegu amstri hvers og eins. Á meðan þú liggur á bekk þrýstir Kolbrún á þá 32 punkta á höfðinu sem Access Bars meðferðin byggir á og veitir meðferðin þér færi á að umbreyta staðnaðri orku sem er ekki lengur nærandi í þínu lífi. Hvers vegna staðnar orkan þín? Þegar það er ójafnvægi milli heila, hjarta og taugakerfis, þá er orkulíkami og líkami ekki í takt og getur valdið hugarangri eða líkamskvillum og lítið samræmi er á milli kerfanna þinna. Móttaka upplýsinga og hægari starfsemi veldur því að þú upplifir þig orkulausa/n og finnur það bæði á líkama og sál.

Í tímanum hefur hver og einn val um samtal eða ekki, slökun, opin/lokuð augu og veitir Kolbrún pláss fyrir það sem þú vilt fá út úr tímanum. Virkni bars (punktana á höfðinu) miðar að því að veita aukið rými fyrir það sem þú vilt skapa - meira pláss fyrir þitt sjálf, meiri lífsgleði, léttari lund og skýrari mynd á nýja möguleika.

Tíminn er 60 mínútur, ró og slökun í þægilegu umhverfi.
Fólk upplifir betri svefn, góða slökun, aukna innri ró, minni kvíða, skýrari hugsanir, meiri gleði, meiri orku og núvitund.

Verð: Dagtími frá kl. 9-15.30, 12.000 kr tíminn hægt að kaupa 5 tíma kort á 54.000 kr

Eftirmiðdags- og helgartími frá 16.30-21.00, 15.000 kr tíminn, hægt að kaupa 5 tíma kort á 67.500 kr

Ég býð einnig upp á 90 mínútna tíma:

Access Bars, Reiki & Samtal

Hafðu samband ef þú vilt panta 90 mínútna tíma

verð: 18.000 kr dagtími & 21.000 kr síðdegis- eða helgi

verð með hjartaopnandi cacao +1000 kr (aðeins fyrir 90 mín tíma)

20240606_092551.jpg

ACCESS BARS ORKUMEÐFERÐ

hér geturðu bókað dagtíma 9.00-15.30

hafðu samband ef þú vilt bóka kvöld, helgar eða 90 mín tíma

Það myndast oft pláss fyrir aðra tíma ... þannig að vertu í sambandi ef enginn tími hentar þér og við finnum hann

UMSAGNIR

"Dásamlegur tími þar sem ég náði mjög góðri slökun og fann að orkan jókst eftir hann og svefninn varð betri. Það sem kom mér mest á óvart var að eftir tímann hef ég ekki fundið fyrir verk í mjóbaki sem ég hef verið með þegar ég vakna á morgnana í nokkur ár!" Ingibjörg

"Ég veit ekki hvar ég væri staddur i dag ef ég hefði ekki skellt mér i meðferðina hjá þér og get ég ekki hugsað mér að sleppa þeim i hverri viku. Þú hefur hjálpað mér mjög mikið með að ná að hugsa öðruvisi og fá nýja nálgun á lífið til betri vegar. Mæli hundraðprósent með þessari meðferð það er ekki dýrt að fjárfesta i eigin heilsu" Dóri Lölluson

"Þetta var yndislegur  meðferðartími, fann til mikillar líkamlegrar þreytu eftir tímann en frekar jákvæð andlega áhrif, þ.e. fann smá kraft þar sem ég hef ekki fundið lengi." Harpa

"Mér leið mjög vel eftir tímann og þú komst með nýja sýn inn í líf mitt. Samveran og nærvera þín var mjög þægileg" Hafdís Dóra

"Leið mjög vel eftir tímann og upplifði góða slökun í tímanum sjálfum"

"Fór i Access Bars tíma hjá Kolbrúnu og var mjög ánægður.Umhverfið mjög rólegt og notalegt andrúmsloft.Kolbrún hefur mjög góða róandi nærveru.Hún gefur sig greinilega alla i þetta.Mér leið mjög vel á eftir og var þægilega þreyttur.Get mælt 100% með Kolbrúnu,mikil fagmanneskja.Ég á eftir að fara aftur til hennar." Þorsteinn Bjarnason

"Ég var mjög þreytt eftir tímann og er ekki frá því að ég sé mun rólegri. Ég upplifði meiri ró innra með mér sem er mjög gott"

"Mér leið mjög vel eftir tímann og upplifði mikla slökun og ró" Sigríður

"Mér leið mjög vel eftir tímann og hef fengið ýmsar hugmyndir síðan. Ég hef líka verið mjög afslöppuð. Kolbrún hefur gott lag á að leiða mann í gegnum þær takmarkanir sem að maður hefur komið sér upp í kollinum. Kolbrún hefur einstaklega góða nærveru, fær mann til að sjá þær takmarkanir sem maður hefur sett sjálfum sér, nær að róa hugann þannig að sýn manns er skýrari og hugurinn rólegur. Mæli sannarlega með meðferð hennar ❤️" Kristín G. Guðfinnsdóttir

"Ótrúlega afslappandi og nærandi tími, maður kemur út eins og svífandi á skýi."

"Mér leið upp og niður eftir tímann, náði að losa mig við mikla spennu. Ég myndi helst líkja þessari reynslu við dáleiðslu." Vigdís Blöndal

"Dásamlegur tími. Mér leið mjög vel í tímanum og eftir hann - mæli með!"

"Mæli með þessari meðferð. Kolbrún er með góða nærveru og mikla þekkingu á þvi sem hún er að gera ég hef verið i meðferð hjá henni i svolitinn tima og get ekki lýst þvi með orðum hvað hún er búin að hjálpa mér mikið i minni sjálfsvinnu með að ná betri líðan og sjá lífið með öðrum augum og læra að hlúa meira að sjálfum mér. Hugurinn er mans versti óvinur ef maður lærir ekki að ná að róa hann og fókusera betur á að lifa i núinu frekar en i þessu hraða þjóðfélagi þar sem streitan er að buga annan hvorn mann. Ég hef aldrei verið á eins góðum stað i lífi minu og liðið eins vel áhyggjulaus eftir að ég byrjaði i meðferðinni hjá Kolbrúnu hún gjörbreytti lifi minu til betri vegar. Mæli hundraðprósent með að fólk kynni sér hvað hún hefur up á að bjóða. Ég get lofað þér þvi að þú munt ekki tapa á þvi. Þvi eftir allt er heilsan okkar það dýrmætasta sem maður á." Halldór Benediktsson

"Ég er eiginlega orðlaus og það gerist ekki en að finna orð sem ná í áttina á að lýsa þvi sem Kolbrún er búin að gera fyrir mig í tveimur orkumeðferðar heilunar tímum og pendúllinn í dag, kona lifandi, hann snar snérist eins og þyrlu spaðar búin að opna á þær allar og nú bara svíf ég <3 Eftir fyrri tíman fór ég grátandi og hlæjandi og nú fljúgandi takk takk mín kæra". - Guðmundur Svövuson

Ef að forvitni þinni er ekki svalað enn ... þá er hér meira um meðferðina og hvað hún gerir.

Access Bars® er blíð orkumeðferð sem slakar á huganum og gefur móttakanda möguleika á að lyfta meðvitund sinni yfir á annað plan. Bars eru 32 punktar á höfðinu og þegar þessir punktar eru snertir fer í gang afhleðsla á öllu því sem þú þarft ekki á að halda lengur. Hver punktur inniheldur hleðslu af orkum, hugsunum og tilfinningum fyrir ákveðið þema sem allir hafa sitt eigið nafn. Punktar eins og gleði, depurð, heilun, sköpun, lífsform, peningar og vitund. Allar þær stöðluðu hugsanir og hugmyndir sem við höfum tengt þessum efnum og eru jafnvel að stjórna lífi okkar í dag, getum við náð að setja í betra jafnvægi.

Orka er sett í gang til að ryðja út stíflum og ójafnvægi á orkusviðum þess sem þiggur. Í lang flestum tilfellum fylgir meðferðinni aukin ró og rými fyrir það sem þú í raunverulega vilt og það sem þig langar að skapa í lífinu. Það er þó aldrei hægt að segja nákvæmlega til um hvernig meðferðin virkar fyrir þig fyrirfram, við erum öll misjöfn og upplifunin eftir því, engir tveir aðilar fá sömu upplifun.

Þegar þú liggur og tekur á móti orkumeðferðinni þá fara af stað innbyggðar rafbylgjur á segulsviði líkamans sem hreinsa út hleðslu á gömlum hugsanamynstrum, hindrunum og stöðnun. Ef að við ættum að líkja þessu við eitthvað væri það mögulega eins og svæðameðferð virkar þegar ýtt er á ákveðna punkta undir fótum, nema á höfði. Á meðan hin klassíska svæðameðferð vinnur aðallega á ójafnvægi í líkamanum, vinnur Access Bars® á ójafnvægi/stöðnun í meðvitund, sem getur einnig haft töluverð áhrif á líkama okkar. Í miklu meiri magni en við gerum okkur grein fyrir.

Það má heldur ekki gleyma því að á meðan meðferðinni stendur finna flestir þiggjendur fyrir dásamlega nærandi slökun, eins konar djúpslökun, sumir þurfa þó að koma nokkrum sinnum til að upplifa það því að mikil þreyta, áföll og trekkt taugakerfi þarfnast þess. Við geymum áföllin okkar í taugakerfinu og Access Bars® hjálpar til við að losa um þau og koma líkamanum í jafnvægi á ný.

Með Access Bars® tækninni hafa þúsundir manna um heim allan náð auknu frelsi. Þunglyndi, kvíði, peningaáhyggjur, fíkn og erfið sambönd eru meðal annars svið sem fólk hefur náð að vinna sig í gegnum á undraverðan hátt, með Access Bars® orkumeðferðinni.

Möguleikarnir á orkulosun eru óendanlegir og ekki er til það svið sem þú getur ekki unnið með í gegnum Access Bars® meðferð.

Fólk er að upplifa að breyta og bæta svefninn sinn, finnur fyrir minnkun á stressi, kvíða og þunglyndi. Meðferðin getur virkað verkjastillandi eða umbreytandi á verki (hefur reynst virka vel gegn mígreni). Fólk upplifir að það sé með jákvæðari hugsanir og meiri gleði í lífi sínu. Betri sambönd/samskipti og breytingar í samböndum. Skýrari hugsanir og aukinn innri friður. Fólk upplifir einnig meira pláss fyrir nýja sköpun og mun meiri orku yfir daginn. Meðferðin er afar góð fyrir óléttar konur og hefur meðferðin minnkað fæðingar kvíða. Hún lyftir meðvitund og hjálpar þér að tengjast þínum innri kjarna. Meðferðin hefur reynst einstaklega góð á prófkvíða (líka fyrir börn). Skýrara og léttara val og ákvarðanatökur og virkar afar vel á ADHD, ADD, OCD.

Ef að þú ert staðráðin/nn/ð í að koma eftir þennan lestur þá geturðu pantað tíma hér ofar.

bottom of page