HJARTAHEILUN
Ertu raunverulega tengt hjarta þínu? eða ertu meira fast í huganum? Til þess að við getum lifað lífinu betur þörfnumst við jafnvægi á milli þessara tveggja þátta í orku-, tilfinninga- og efnislíkama. Þegar við upplifum meira flæði á milli huga og hjarta náum við betur utan um okkur sjálf. Þegar við finnum meira jafnvægi, tengingu og sköpun á milli huga og hjarta þá upplifum við meira jafnvægi í orkunni, í líkamanum og lífinu almennt.
Ertu stöðugt að upplifa það sama í lífinu? Ertu að upplifa stöðnun og að eiga erfitt með að taka ákvaraðnir? Veistu ekki hvað þú vilt, hvað þig langar? Finnst þér þú bregðast eins við eða dofna við ákveðnar aðstæður í lífi þínu? Upplifirðu þig eiga óleyst mál úr fortíðinni sem endurtaka sig við mismunandi aðstæður?
Þá gæti hjarta heilun verið aðferð sem aðstoðar þig að komast nær hjarta þínu og auka tengsl milli huga og hjarta.
Hjartaheilun er aldagömul heilunaraðferð Curandero ættbálksins í Mexíkó. Sú djúpa viska forfeðranna í orku-, jurta og öðrum óhefðbundnum náttúrulækningakerfum hefur farið á milli kynslóða í aldaraðir. Hjarta heilun er orkumeðferð sem aðstoðar þig við að endurheimta orku hjarta þíns, opna á hjartastöðina þína til að fá ást, næringu, heilleika og flæði milli hjarta þíns og huga. Meðferðin hjálpar þér að finna meira, vera meira, flæða meira og vita meira frá hjartanu hvað það er sem þú þarft, langar og vilt fyrir þig. Þegar þú tengist þér, sálu þinni, hjarta og huga betur áttu mun auðveldara með að tengjast öðrum á uppbyggilegan og fallegan hátt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hjartað er með svipaða færni og heilinn til að geyma minningar og upplifanir rétt eins og taugakerfið okkar og orkustöðvarnar. Oft er talað um hjartað sem fyrsta eða annan heila, magann og því næst heilann.
Hjarta heilun hjálpar til við slökun taugakerfis, losar um stöðnun í orkulíkama, milli huga og hjarta, minnkar stress og kvíða, eykur núvitund og næmni fyrir þér og þínum tilfinningum. Hjarta heilun er einnig talið hjálpa fólki við að bæta tengingu við sjálft sig, bæta svefn, auka vellíðan og innri ró.
Hér neðar geturðu lesið um þær 5 tegundir hjarta heilunar sem ég býð upp á, hægt er að koma í allar 5 hver á eftir annarri eða velja sömu í eins mörg skipti og þér hentar, einnig mun ég aðstoða þig við val þegar þú kemur ef þú ert ekki viss hvað þú þarft á að halda ❤
Tíminn er 50-75 mínútur. 50 mínútur án cacao, 75 mín með cacao.
Ég mæli með að koma í 75 mín tíma með cacao. Cacao er hjartaopnandi "medicine" notað í suður Ameríku til þess að opna hjartað, auka vellíðunarhormón og inniheldur auk þess fullt af andoxunarefnum, fjölbreyttu magnesium, járni, kalki og öðru heilsubætandi fyrir sál og líkama. (Cacao er alls ekki hugbirtandi eins og virðist vera misskilningur um í samfélaginu).
Dagtími 50 mínútur, samtal og heilun frá kl. 9-15.30, 12.000 kr tíminn
hægt að kaupa 5 tíma kort á 54.000 kr
Dagtími 75 mínútur, samtal, cacao og heilun frá kl. 9-15.30, 16.000 kr tíminn
hægt að kaupa 5 tíma kort á 72.000 kr
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á kvöld- eða helgartíma
Eftirmiðdags- og helgartími 50 mín, samtal og heilun frá 16.30-21.00, 15.000 kr tíminn
Eftirmiðdags- og helgartími, samtal, cacao og heilun 75 mín frá 16.30-21.00, 21.000 kr tíminn
5 aðferðir hjarta heilunar:
Opið hjarta: opnar og víkkar orku hjarta þíns, svo að þú getir upplifað tilfinningar þínar og hugsanir tengdar þeim að fullu og í betri tengingu við þig (ég mæli með að koma í fyrstu skiptin í þessa tegund heilunar).
Vagga hjartans: Þessi aðferð er dásamleg ef þú hefur þjáðst af skorti á umönnun og nánd, sérstaklega þegar hún á rætur í upplifun barns/móður. Vagga hjartans endurforritar hjartaorkuna til að koma með þá heildrænu tilfinningalegu nánd og þá upplifun sem skapast með móðurumhyggju og móðurást. Hún eykur einnig vellíðan, samskipti og nánd almennt.
Innblásið hjarta (Puffed heart): Ef þú finnur fyrir áskorun vegna skorts á getu til að gefa sjálfum þér eða öðrum ást, mun innblásið hjarta (Puffed Heart) fylla hjarta þitt af ást og minna þig á hvað ást er.
Djúpt hjartaheilun (Deep hearthealing): Þessi aðferð er mjög áhrifarík til að aðstoða þig við að sleppa takinu og fylla þau svæði hjartans sem þarfnast stuðnings. Til þess að koma í þessa meðferð þarftu a.m.k. 1-2 tíma áður í meðferðina opið hjarta.
Hvítt hjarta: Þetta er öflug aðferð til að koma aftur á flæði milli höfuðs og hjarta. Þegar höfuð - hjarta tengsl okkar eru sterk, getum við nálgast visku og flæði sálarinnar mun betur. Þessi tækni er einnig mjög áhrifarík til að lækna líkamlegt hjarta og viðhalda heilbrigðu hjarta.