top of page

KUNDALINI-REIKI HEILUN

Hvað er Kundalini-Reiki heilun?

Kundalini-Reiki er djúp orkuvinna þar sem opnað er á kundalini orkuna þína með mýkt reikisins. 

Hvað er kundalini orka?

Kundalini orka er fornt hugtak sem kemur úr indverskri andlegri hefð og er oft tengt jóga og hugleiðslu. Hún er talin vera lífsorka sem býr við botn hryggjarins, í rótarstöðinni eða "Muladhara" chakra. Þetta hugtak er mjög víðtækt og inniheldur djúpa andlega, líkamlega og orkubundna þætti. Talið er að við vakningu Kundalini "lífsorkunnar" færist hún upp líkt og snákur um allar hinar orkustöðvar og hjálpar til við að skapa jafnvægi í lífsorkunni þinni.

Eiginleikar Kundalini orkunnar

  1. Lífsorka: Kundalini er talin vera frumkraftur lífsorkunnar, eða Prana, sem tengist bæði líkamlegri og andlegri heilsu.

  2. Sköpunarorka: Hún er tengd sköpunarferlinu, bæði í bókstaflegri og táknrænni merkingu, og tengist sköpunargáfu, kynorku og andlegum þroska.

  3. Transcendent Orka: Þegar hún rís, getur hún veitt djúpa andlega upplifun, innsæi og aukna meðvitund.

 

Með því að opna á Kundalini orkuna þína geturðu upplifað eftirfarandi:

  • Aukna orku: Margir upplifa aukna líkamlega og andlega orku.

  • Meiri andlegan þroska og tengingu: Aukið innsæi, meðvitund og andleg upplifun.

  • Heilun: Getur hjálpað til við að losa um orkustíflur og stuðla að jafnvægi, bættri heilsu og vellíðan, betri svefni, meiri kyrrð og ró á huga og líkama.

Ef þú hefur upplifað KAP (Kundalini Activation Process) þá er Kundalini - Reiki ekki ósvipað en gert á mun mýkri hátt og ekki há tónlist.

75 mínútur

Verð: Dagtími frá kl. 9-15.30, 16.000 kr tíminn

Eftirmiðdags- og helgartími frá 16.30-21.00, 21.000 kr tíminn

90 mínútna (ég mæli með)

verð: 19.500 kr dagtími & 25.000 kr síðdegis- eða helgi

verð með hjartaopnandi cacao +1000 kr (aðeins fyrir 90 mín tíma)

20240606_092551.jpg

KUNDALINI REIKI

Dagtími frá 9.00-15.30

Eftirmiðdags- og helgartími 16.00-21.00

UMSAGNIR:

"Ég er eiginlega orðlaus og það gerist ekki en að finna orð sem ná í áttina á að lýsa þvi sem
Kolbrún er búin að gera fyrir mig í tveimur orkumeðferðar heilunar tímum og pendúllinn í dag, kona lifandi, hann snar snérist eins og þyrlu spaðar búin að opna á þær allar og nú bara svíf ég <3 Eftir fyrri tíman fór ég grátandi og hlæjandi og nú fljúgandi takk takk mín kæra". - Guðmundur Svövuson

"Èg verð að mæla með henni Kolbrúnu. Èg fór til hennar í gær í Reiki Heilun og Access bars Orkumeðferð og èg gjörsamlega sveif út frá henni, hún er með góða nærveru og auðvelt að fella allar varnir hjá henni. Takk fyrir mig" - Lovísa Kristín Einarsdóttir

"Nærvera, umhverfi, slökun var mun betra en ég þorði að vona, ég fékk allt sem ég vildi og rúmlega það, kvíðinn minn hvarf og ég fann raunverulega fyrir orkunni á þeim stöðum sem hana vantaði, 100% mín meðmæli og myndi hiklaust senda vini og ættingja til Kolbrúnar" 
- Margrét Erla Guðmundsdóttir

"Eftir tímann leið mér eins og ég væri vel úthvíld og fannst ég hafa náð djúpslökun í tímanum. Ég hætti koffeinneyslu viku áður (eftir áralanga daglega neyslu) og var því oft ennþá með þessa "fráhvarfaþreytu" og höfuðverki. En eftir Reiki tímann fann ég ekki fyrir þessari þreytu þó tíminn væri að morgni til. Dagarnir eftir tímann hafa einnig verið mjög orkumiklir. Mér fannst einnig koma ákveðin ró og skýrleiki yfir hugsanir og pælingar sem ég höfðu verið mér ofarlega í huga uppá síðkastið. Það kom mér svo ánægjulega á óvart að ég virkilega fann fyrir orkustreyminu í gegnum líkamann. M.a. hita eđa yl streyma um líkamann og örlítinn "víbring" út í hendur og fætur. Mjög ánægjuleg og róandi tilfinning. Kolbrún hefur rosalega gefandi og þægilega nærveru. Sköpunargleðin sem hún hefur er eflaust stór partur af kraftmiklu orkunni sem hún gefur af sér." - Sæunn Kjartansdóttir

"Takk fyrir mig í dag Fann um leið að þarna liði mér vel, þú hefur svo góða nærveru og góða orku. Hlakka til að koma aftur og mæli með fyrir alla að slaka á, og fá aðstoð við það ef þarf - engin skömm í því. Takk"

"Yndislegt andrúmsloft og frábær orka - mæli með!" - Sesselja

"Kolbrún hefur svo góða og yndislega nærveru. Hún gefur sig alla í þetta og maður finnur það svo vel. Þessi meðferð er mjög endurnærandi og góð. Ég fann fyrir þreytu en um leið vellíðan. Mæli svo innilega með að fara til Kolbrúnar." - Esther

"Ég fór í yndislegan Reiki tíma hjá Kolbrúnu. Hjá henni mætti mér yndisleg nærvera og djúpslökun engri lík. Það var ótrúlegt hvað heilunin hitti á og vann sérstaklega á orkustöðvum sem ég sjálf veit að þurfa smá ást og vinnu. Ég gekk endurnærð og ánægð útúr tímanum og vil mæla 100% með Kolbrúnu 💚" - Lúcía Sigrún

"Mæli með reyki heilun hjà Kolbrúnu, hún tekur vel á móti manni er virkilega góð og þægileg manneskja sem er gott að tala við og maður finnur mikinn mun eftir heilun, vellíðan og góða orku💫💫" Kamela Rún

bottom of page