KUNDALINI-REIKI HEILUN
Hvað er Kundalini-Reiki heilun?
Kundalini-Reiki er djúp orkuvinna þar sem opnað er á kundalini orkuna þína með mýkt reikisins.
Hvað er kundalini orka?
Kundalini orka er fornt hugtak sem kemur úr indverskri andlegri hefð og er oft tengt jóga og hugleiðslu. Hún er talin vera lífsorka sem býr við botn hryggjarins, í rótarstöðinni eða "Muladhara" chakra. Þetta hugtak er mjög víðtækt og inniheldur djúpa andlega, líkamlega og orkubundna þætti. Talið er að við vakningu Kundalini "lífsorkunnar" færist hún upp líkt og snákur um allar hinar orkustöðvar og hjálpar til við að skapa jafnvægi í lífsorkunni þinni.
Eiginleikar Kundalini orkunnar
-
Lífsorka: Kundalini er talin vera frumkraftur lífsorkunnar, eða Prana, sem tengist bæði líkamlegri og andlegri heilsu.
-
Sköpunarorka: Hún er tengd sköpunarferlinu, bæði í bókstaflegri og táknrænni merkingu, og tengist sköpunargáfu, kynorku og andlegum þroska.
-
Transcendent Orka: Þegar hún rís, getur hún veitt djúpa andlega upplifun, innsæi og aukna meðvitund.
Með því að opna á Kundalini orkuna þína geturðu upplifað eftirfarandi:
-
Aukna orku: Margir upplifa aukna líkamlega og andlega orku.
-
Meiri andlegan þroska og tengingu: Aukið innsæi, meðvitund og andleg upplifun.
-
Heilun: Getur hjálpað til við að losa um orkustíflur og stuðla að jafnvægi, bættri heilsu og vellíðan, betri svefni, meiri kyrrð og ró á huga og líkama.
Ef þú hefur upplifað KAP (Kundalini Activation Process) þá er Kundalini - Reiki ekki ósvipað en gert á mun mýkri hátt og ekki há tónlist.
75 mínútur
Verð: Dagtími frá kl. 9-15.30, 16.000 kr tíminn
Eftirmiðdags- og helgartími frá 16.30-21.00, 21.000 kr tíminn
90 mínútna (ég mæli með)
verð: 19.500 kr dagtími & 25.000 kr síðdegis- eða helgi
verð með hjartaopnandi cacao +1000 kr (aðeins fyrir 90 mín tíma)