Fyrir hvern er samtal?
Viðtalstímarnir eru fyrir alla þá sem langar að líða betur, öðlast meiri hugarró, upplifa innri sátt. Fyrir þá sem vilja aðstoð við að auka sjálfstraust, komast nær þeim stað sem þeim langar að vera á, efla samskipti, efla tjáningarmáttinn, styrkja sig andlega og standa með sér. Fyrir þá sem vilja fá verkfæri til þess að nýta á krefjandi stundum, til að auka vellíðan sína og til að geta hjálpað sjálfri/sjálfum sér að vera betur í stakk búin/nn fyrir draumalífið sitt.
Samtölin eru einnig fyrir alla þá sem hafa klárað 12 mánaða Andlega Einkaþjálfun.
Ef að þú ert að upplifa eftirfarandi:
Neikvæðni
Ert týnd/ur með sjálfa eða sjálfan þig
Átt í erfiðleikum með samskipti eða ert erfið/ur í samskiptum
Ofhugsar
Rífur þig niður
Ert með lágt sjálfsmat
Getur ekki staðið með þér
Efast um þig
Getur ekki tjáð tilfinningar þínar
Óánægð/ur í vinnu
Ert ekki nægilega frjáls
Ert ekki á þeim stað sem þú vilt vera
Ert ekki að lifa drauma þína
Þarft að skerpa á verkfærunum þínum og langar að hitta mig til að aðstoða þig við það.
Þá gæti ráðgjöfin hjálpað þér að öðlast skýrari sýn og meiri vellíðan.
Fyrir viðtalstímann þarftu að vera búin/nn/ð að spyrja þig nokkurra spurninga:
Hvers vegna þarf ég ráðgjöf?
Hverju langar mig að breyta hjá mér?
Þegar þú pantar tíma máttu senda mér svör við þessum spurningum með fyrirspurn þinni.
Tíminn er 90 mínútur og fer fram í eigin persónu eða í netheimum, þitt er valið. Tímarnir byggja á verkfærum jákvæðrar sálfræði, jógafræðum og andlegri einkaþjálfun. Hugmyndir að ítarefni þegar við á til að dýpka skilning þinn.
Stakur tími kostar 19.900 kr
5 x tímar kosta 76.900 kr
Stakur tími fyrir þá sem hafa klárað Andlega Einkaþjálfun 16.900 kr.
Kíktu á verðskrá
Er ekki komið að því að líða betur og lifa í sátt og hugarró?
Hafðu samband með tölvupósti hér eða ýttu á hnappinn hér fyrir neðan ef þig langar að koma í samtal.