top of page

REIKI NÁMSKEIÐ

REIKI heilun er japönsk heilunaraðferð og er heilun með léttri snertingu. Rei-ki er náttúrlækningakerfi sem hefur áhrif á lífsorkuna þína og allt sem henni viðkemur. Reiki heilun hjálpar til við slökun taugakerfis, minnkar stress og kvíða, eykur núvitund, eflir ónæmiskerfið, léttir á verkjum og spennu.  Reiki er einnig talið hjálpa fólki við að bæta svefn, ná sér eftir aðgerð, auka vellíðan og innri ró. Reiki hjálpar þér að öðlast vellíðan, friðsæld, öryggi, traust og slökun.

Af hverju ætti þig að langa að læra Reiki heilun?

Þegar ég byrjaði að læra heilun var það eingöngu til þess að hjálpa mér að líða betur. Já það var af algjörri sjálfselsku og mildi til mín því mig langaði að líða betur í líkama og sál en þegar ég svo áttaði mig á því að með því að heila aðra var ég að halda áfram og komast lengra í sjálfsheiluninni minni var það engin spurning að gera það líka :D 

 

En af hverju að læra heilun þegar maður hefur ekki áhuga á að heila aðra? það eru ótal ástæður þess:

- Til þess að öðlast betri núvitund, sjálfsheilun og sjálfsmildi. 

- Til þess að líða betur andlega og ekki síður líkamlega.

- Til að auka innsæi þitt og tengingu við þig.

- Til þess að eiga í betri samskiptum við annað fólk. 

- Til þess að opna orkustöðvar þínar og losa um neikvæða og staðnaða orku á áhrifaríkan hátt.

- Til þess að losa um eituefni í líkamanum og tilfinningar.

- Og auðvitað til þess að geta heilað þá sem þér þykir vænt um eða jafnvel fleiri.

 

Ef þig langar í meiri sjálfsvinnu, meiri sjálfseflingu, langar að bæta við þig þekkingu, ert að vinna með fólki líkamlega og/eða andlega þá er engin spurning að Reiki heilun mun hjálpa þér að aðstoða bæði þig og aðra í átt að vellíðan.

 

Það geta allir lært Reiki heilun og ef þú spyrð mig myndi ég vilja að hvert einasta mannsbarn hefði aðgang að þeirri orku bæði fyrir sig og aðra til að njóta ❤️

Nemendum mínum finnst það líka þegar ég spurði hvort Reiki ætti erindi til allra:

- Já allir ættu að læra Reiki, meiri vellíðan er betri fyrir bæði einstaklinga og samfélag

- Já, til að fá fallega tengingu við sig og sína

- Þessi snerting við okkar nánustu með heilun gerir aðeins samband okkar betra og dýpra svo ég held einmitt þess vegna að reiki heilun eigi erindi við alla sem eru opnir fyrir svoleiðis hlutum.

- Já, þó ekki nema bara fyrir að kunna sjálfsheilun. Að kunna tækni sem færir mann úr amstri daglegs lífs og inn í líkamann þar sem maður leyfir orkunni að færa sig inn á aðra tíðni þar sem heilun fær pláss og fá að upplifa þessa fallegu ró sem fylgir þessari orku

 

Fleiri ummæli neðar á síðunni :)

Ég verð með námskeið í Reiki heilun I & II - 13 klst námskeið á tveimur dögum

Námskeiðin eru persónuleg og fámenn, aðeins 6 á hverju námskeiði og eru frá kl. 10-16.30.

Reiki 1 og 2 sunnudagana 29. sept og 13. okt (fullt)

Reiki 1 og 2 föstudagana 18. okt og 1. nóv, frá kl. 13-19.30 (fullt)

Reiki 1 og 2 sunnudagana 10. og 24. nóv (1 laust pláss)​​

Reiki 1 og 2 sunnudagana 12. og 26. jan (4 laus pláss)

2 x 6,5 klst dagar, námsbók, léttur hádegisverður, cacao bolli og tónheilun innifalið.

Verð 55.000 kr 

Til að staðfesta skráningu og taka frá pláss þarf að greiða 25.000 kr* inn á námskeiðið.

Þú færð tölvupóst um leið og þú hefur skráð þig hér neðar.

*staðfestingargjald er ekki endurgreitt

Af gefinni ástæðu þarf ég að hafa þessa skilmála skýra, ef þú mætir ekki á námskeið og lætur ekki vita nokkrum dögum fyrr til að hægt sé að fylla upp í plássið þitt færðu ekki endurgreitt. Mögulegt er að semja um að koma síðar fyrir aukagjald ef það er laust.

 

Reiki námskeið III

6,5 klst. námskeið - einn dagur, námskeiðsgögn, léttur hádegisverður, cacao bolli og tónheilun innifalið.

Á námskeiðinu vígistu inn í meistaratáknin, lærir þau og að nota heilunarvígslur fyrir þig og aðra.

verð 35.000 kr

Nýjar dagsetningar koma von bráðar endilega skráðu þig á biðlista.

 

Til að staðfesta skráningu og taka frá pláss þarf að greiða 15.000 kr* inn á námskeiðið (Reiki 3).

Þú færð tölvupóst um leið og þú hefur skráð þig hér neðar.

*staðfestingargjald er ekki endurgreitt

Reiki meistaranámskeið (Reiki 4)

6,5 klst. námskeið, námsbók, léttur hádegisverður, cacao bolli og tónheilun innifalið.

Á námskeiðinu vígistu inn í meistaratáknin, lærir þau, heilunarvígslur og að vígja aðra og námskeiðsuppsetningu.

verð 35.000 kr

Laugardaginn 12. október (fullt)

Til að staðfesta skráningu og taka frá pláss þarf að greiða 15.000 kr* inn á námskeiðið (Reiki 4).

Þú færð tölvupóst um leið og þú hefur skráð þig hér neðar.

*staðfestingargjald er ekki endurgreitt

verð fyrir Reiki III og 4 greitt saman 60.000 kr

ath. ef þú ert með Reiki 1&2 hjá öðrum reikimeistara og átt skírteinin ertu velkomin/nn í meistarann með mér, Reiki III og 4.

Nýjar dagsetningar koma von bráðar, endilega skráðu þig á biðlista.

Reiki 1, 2 & meistaranámskeið greitt saman 100.000 kr

Reiki 1, 2 & 3 greitt saman 80.000 kr

Skoðaðu einnig Kundalini-Reiki námskeiðið mitt fyrir þá sem hafa lokið Reiki I & II

Skráðu þig á námskeið!

Takk fyrir að velja þig!
bakgrunnur.png

UMSAGNIR NEMENDA

"Reikinámskeið 1&2 hjá Kolbrúnu er eitt það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig. Að hittast í litlum hópi þar sem allir hafa sameiginlegan áhuga á viðfangsefninu og geta deilt upplifun og reynslu. Ég finn það að stunda reiki kemur ró á taugakerfið, sama hvort ég er að gefa eða þiggja, eykur núvitund og sjálfsvitund. Staðsetning námskeiðsins gæti eiginlega ekki verið betri, algjör ró og fallegt umhverfi. En rótin af allri þessari upplifun er Kolbrún. Hún hefur svo fallega og góða nærveru. Hún er algjör demantur ✨ Takk fyrir mig 💖" - Lísbet Alexandersdóttir

"Ég er svo glöð og ánægð með að hafa komið til þín í Reiki Kolbrún Ýr. Eiginlega komstu til mín. Þegar ég var að leita á vefnum um reiki þá bara kom engin annar reiki meistari til greina fyrir mig. Notaleg nærvera þín, einlægni og fagmennska heillar mig. Hvað Reiki gerði og gerir fyrir mig? Tvímælalaust dýpkað vitund mína og gefið mér ró í hugann. Einnig hjálpað mér að takast á við vefjagiktina mína minnkað einkenni og nær verkjalaus. Takk takk og aftur takk."

"Reiki I & II með Kolbrúnu var fullkomin byrjun á árinu. Ótrúlega endurnærandi 2 sunnudagar, með frábærum hóp & frábærum kennara. Andrúmsloftið sem Kolbrún skapar er svo einlægt, opið og afslappað. Reikið er búið að styrkja samband mitt við sjálfa mig, opna fyrir mér nýjar leiðir í sjálfsrækt og minna mig á töfrana í kringum okkur. Takk fyrir mig 💖" - Inga Margrét Jónsdóttir

"Takk innilega fyrir frábært námskeið, þú ert einstök og hlý gefur mikið af þér með góða nærveru, enda voru þetta einstakir dagar og mikil upplifun þú ert frábær kennari, kyrrðin og yfirvegun og mikil vellíðan" - Steina Ósk Gísladóttir

"Ég ákvað að fara á Reiki námskeið hjá Kolbrúnu eftir hvatningu frá vinkonu. Ég hef alltaf verið andlega leitandi og hef stundað jóga off og on í 30 ár. Ég kláraði jógakennaranám fyrir rúmu ári síðan en fannst eitthvað vanta. Ég sé svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun. Ég byrjaði að tengja aftur við sjálfa mig tilfinningalega og er strax farin að vinna í því að vera ekki alltaf í vörn heldur opna hjarta og huga fyrir því sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég elska að veita fólki reiki og einnig nota það á sjálfa mig. Þetta námskeið hafði það góð og jakvæð áhrif á mig sjálfa að ég stefni á áframhaldandi fræðslu í haust - þúsund þakkir fyrir mig og allt ❤️" - Júlía Guðmundsdóttir

"Dásamlegt og gefandi námskeið í reiki heilun, hún Kolbrún þekkir efnið vel og er með mikla reynslu og gefur svo vel af sér. Andrúmloftið svo rólegt og nærandi. Mér finnst nauðsynlegt að taka reiki 2 líka þá kemur þetta allt heim og saman. Takk fyrir mig ❤️" - Sigrún Hildur 

"Kolbrún nálgast efnið af mikilli auðmýkt og afslöppun. Hún hefur einstaka nærveru og lætur alla njóta sín. Frábærir dagar fullir af fallegri orku og kærleika." - Sædís Íva Elíasdóttir

"Dásamlegt námskeið með frábærum kennara, langt umfram mínar væntingar! Mér finnst ég örugg til að veita öðrum Reiki eftir að hafa verið hjá Kolbrúnu á Reiki I og II." - Unnur

 

"Flott reikinámskeið, vel upp sett námskeið sem kom einnig með tónheilun sem kom skemmtilega á óvart. Nærandi og gott námskeið, mæli með fyrir alla. Leiðbeinandinn, Kolbrún Ýr skilaði efni og rými óaðfinnanlega. Takk fyrir mig 🙏"

 

"Ég var kannski tortryggin um að ég ætti erindi á Reiki námskeið en Kolbrún opnaði þetta fyrir mér með sínu einstaka lagi og nú skil ég ekkert í fyrri efasemdum. Frábær kennari." - Haraldur Flosi

"Umhverfið var svo slakandi og róandi og gaf mér góða tengingu við náttúruna. Andrúmsloftið var yfirvegað, sem endurspeglaðist af hversu einstaklega róleg, yfirveguð og hlý Kolbrún er. Henni var greinilega umhugað um að við fengjum sem mest út úr námskeiðinu. Hún gefur svo mikið af sér til okkar nemenda sinna eins og til dæmis kærleika og velvild. Við höfum öll gott af því að hugsa inn á við og vera í núinu og fá verkfæri til að hjálpa okkur og öðrum. Reiki heilun er frábært verkfæri til sjálfshjálpar og til að hjálpa öðrum að finna kærleika og innri ró í okkar háhraða samfélagi. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt góða samveru í áhugasömum hóp sem náði góðri tengingu og gaf mikið af sér. Þúsund þakkir fyrir frábært námskeið. Ég er jafnframt afar þakklát og ánægð fyrir að hafa komið á þetta námskeið til Kolbrúnar og fá að hafa hana sem Reikimeistara, eru forréttindi. Hlakka til framhaldsins." Með kærleikskveðju, Svava Margrét

"Þetta er yndislegt námskeið og Kolbrún geggjuð hjálpaði mér að setjast betur í mig" - Viktor Snær Jónsson

"Kolbrún er yndisleg með góða nærveru og býr til svo fallegt rými sem fær mann til að líða svo vel ❤️ Reiki hjálpar að skilja dýpra og meira og fá betri tengsl við sjálfan sig. Getur hjálpað öðrum en ekki síst sjálfum sér að líða betur og vera í betra jafnvægi í lífinu. Ég er þakklát fyrir að hafa gefið mér tíma til að læra Reiki og sé fram á að nýta það mikið í framhaldinu bæði fyrir sjálfa mig og fjölskylduna til að byrja með en svo verður spennandi að sjá hvað verður í framtíðinni." - Erla Ólafsdóttir

 

"Ég held að allir hefðu gott og gaman af því að gefa því gaum að það að sinna öðrum er einnig mikilvæg sjálfshjálp. Reiki er að miklu leyti augljóslega spurnig um nánd og athygli á líðan annars fólk sem skilar sér bæði í vellíðan þeirra sem reikið fá og þeirra sem gefa. Köllum það Reiki en fyrir mér er Reiki samkennd og hlýja. Heimurinn þarf meira af slíku. Kolbrún Ýr er góður kennari sem útskýrði námsefnið vel og vandlega. Kolbrún er þolinmóð, hlý og skemmtileg og gætir þess að sinna þörfum nemanda vel. Ég get hiklaust mælt með Reikinámskeiðum hennar." - Steinunn Ólína

"Þegar ég fór á Reiki námskeið hjá Kolbrúnu þá fór ég með engar væntingar það sem mætti mér var ein sú fallegasta sál sem ég hef hitt kærleikurinn sem streymdi frá Kolbrúnu er eitthvað annað en hægt er að ímynda sér ég gat ekki fengið betri Reiki kennara en hana svo er hún svo skemmtileg í alla staði kærar þakkir fyrir mig." - Helga Helgadóttir

"Reiki 1 og 2 námskeiðin hjá Kolbrúnu voru mjög vel uppsett og fróðleg og maður labbaði endurnærður og á sama tíma þreyttur út af því. Kolbrún er með dásamlega nærveru og gerir námskeiðið einfalt og skemmtilegt. Ég vissi ekkert um Reiki fyrir námskeiðið en maður lærir allt hjá henni." - Þórdís

"Ein besta gjöf sem ég hef fengið og gefið sjálfri mér tíma fyrir, er að fara á reiki heilunar námsekið hjá yndislegu Kolbrúnu, læra og deila, gefa og þiggja, falleg og góð nærvera Kolbrúnar og allt svo fallegt hvernig hún setur námskeiðið upp". - Edda Rún Ragnarsdóttir

"Kolbrún Ýr er dásamleg manneskja ❤️ Hún hefur einstaka nærveru ❤️ svo mannleg og og góð í samskiptum. Hún gefur mikið af sér og ég lærði hjá henni að hafa trú á sjálfri mér 💖 Hún er mín fyrirmynd ❤️" - Helga Georgsdóttir

"Vissi ekki hvað á átti von á þegar ég skráði mig á þetta námskeið en varð svo aldeilis hissa. Hafði oft farið í Reiki hjá öðrum en aldrei haldið að ég gæti lært líka en vá hvað það var geggjað að komast að því að ég get svo sannarlega heilað aðra og sjálfan mig. Hefði ekki viljað missa af þessu tækifæri. Takk fyrir mig ❤️" - Ólöf Sif Þráinsdóttir

"Þetta var mögnuð upplifun fyrir mig. Ég er þakklát sjálfri mér fyrir að hafa gefið mér þessa gjöf að fara á námskeiðin. Þetta er öflugt verkfæri að vinna með, bæði til að heila sig sjálfa sem og heila aðra sem þiggja það." - Tinna Björk

"Mjög gott námskeið, sérstaklega góð nærvera Kolbrúnar gerði námskeiðið enn betra :)" - Anna Garðarsdóttir

"Allir ættu að upplifa þessa ró á þessum tímum. Frábært og mikil upplifun og Kolbrún með sína ró í kringum sig gefur manni mikið. Fær öll mín meðmæli." - Anna Garðarsdóttir

"Flott reikinámskeið, vel upp sett námskeið sem kom einnig með tónheilun sem kom skemmtilega á óvart. Nærandi og gott námskeið, mæli með fyrir alla. Leiðbeinandinn, Kolbrún Ýr skilaði efni og rými óaðfinnanlega. Takk fyrir mig🙏"

 

"Mér finnst að það eigi að byrja að kenna Reiki í leikskóla. Börn eru mjög næm og eru fljót að læra. Þetta er mjög gott verkfæri til að læra inná á sjálfan sig sem og vinna með sjálfan sig í kröfuhörðu umhverfi. Þetta var mögnuð upplifun fyrir mig. Ég er þakklát sjálfri mér fyrir að hafa gefið mér þessa gjöf að fara á námskeiðin. Þetta er öflugt verkfæri að vinna með, bæði til að heila sig sjálfa sem og heila aðra sem þyggja það." - Tinna Björk

"Þetta er fullkomin slökunarmeðferð við öll tækifæri. Sem heilbriðgisstarfsmaður með mikil meðferðartengsl við skjólstæðinga legg ég vonir við að geta boðið upp á Reiki sem slökunaræfing eða / meðferð einkum fyrir þá sem þjást af kvíða og fá sjalfan að vera í snertingu við annað fólk."

 

"Kolbrún er alveg dásamlegur kennari og ég gæti ekki mælt meira með reiki heilunar námskeiði með henni. Fagleg og falleg nálgun á efnið og yndisleg orka. Mér finnst ég alltaf geta leitað til hennar með spurningar og vangaveltur og hún er alltaf til staðar. Umhverfið dásamlegt og ómetanlegt að fá að æfa sig í persónulegu og fallegu rými með góðum hóp samnemanda. Hóparnir eru ekki stórir og námskeiðið verður persónulegt og maður kemur út endurnærður. Ef ekki betri útgáfa af sjálfum sér." - Lúcía Sigrún Ólafsdóttir

"Að læra Reiki I og II hjá Kolbrúnu hefur gert líf mitt betra andlega og likamlega. Ég finn fyrir meiri ró og kærleika, hugrekki og styrk í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. - Daníel Þorsteinsson

 

"Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja opna á heilunarorkuna. notaleg stemmning og nærvera Kollu hlýleg og yndisleg. námskeiðið í heild sinni nærandi og fræðandi. Takk ❤️" - Brynja Emilsdóttir

"Fór í Reiki kynningartíma án nokurra væntinga fyrir nokkrum mánuðum. Sá tími var svo öflugur og losandi að ég stökk til þegar ég heyrði af námskeiðinu. Það kemur mér svo á óvart hvað svona einföld tækni nær að kalla fram öflugri slökun og hvíld. Ég er smám saman að ná að slaka niður flesta á heimilinu." - Nikkó

"Ég er nýbúin að klára Reiki heilun hjá Kolbrúnu. Kolbrún er með yndislega nærveru, frábær leiðbeinandi og það mikill kærleikur og ljós í kringum hana. Hún kann að skapa fallegt og notarlegt rými sem manni líður vel í. Eftir námskeiðin þá fann ég fyrir öryggi til að byrja strax því við fórum svo vel í efnið með góðum útskýringum frá henni og þjálfun." - Lovísa Kristín Einarsdóttir

"Ég trúi því að allt hafi sinn tíma og leiðin að settu marki sé að einhverju leiti vörðuð þótt á stundum ég viti ekki endilega hvert ég stefni. Þegar ég ákvað að leita mér að Reiki námskeiði fór ég á netið og fékk upplýsingar um nokkur námskeið hjá nokkrum einstaklingum. Þar sem á ekki alltaf auðvelt með að velja ákvað ég að legga val mitt í hendur mér æðri máttar sem leiddi mig á námskeið hjá Kolbrúnu Ýr Gunnarsdóttur. Fyrir mig var þetta svolítið eins og að koma heim, ég fann mig strax bæði í návist hennar og umhverfisins sem hafði verið skapað utan um námskeiðin. Námskeiðin voru fámenn sem mér fannst gott því það gaf tækifæri til að halda betur utan um allt sem fram fer á slíku námskeiði. Mér fannst líka gott að Reiki I og Reiki II voru ekki tekin sömu helgi. Það gaf kost á að meðtaka betur hvað reiki er, hvernig það er notað og að læra að tileinka sér notkun þess." - Íris Björg Guðbjartsdóttir

 

"Að taka Reikimeistarann fannst mér nauðsynlegt eftir að vera búinn með Reiki I og II. Þetta var enn dýpra og gerði mjög mikið fyrir mig.

Þegar búið var að vígja mig inn þá fann ég fyrir breytingu inn í mér, allt i einu steig ég inn i eitthvað element og ég fann ekki lengur fyrir þessum ofsakvíða og hræðslu við að tala formlega fyrir framan annað fólk. Sem er búið að vera rosalegt vandamál alla mína lífstíð í allri minni skólagöngu og í fjölskylduboðum og litlum hópum. Ég veit að margir segja „já ég er lika rosa stressaður/stressuð að tala fyrir fram aðra“, en hjá mér var þetta á öðrum level, það var að líða yfir mig og þannig, þetta var orðið mjög djúpt og erfitt vandamál að glíma við. En nú er það bara farið. Sem er magnað. Eftir námskeiðið var ég svo eftir mig og viðkvæmur í nokkra daga, eins og líkaminn hafi verið að losa sig við eitthvað. En eftir það er ég endurnærður, sjálfstraustið er miklu meira. Þetta var mjög stórt stökk fyrir mig og mitt líf, stærra en mér nokkru sinni hefði getað dreymt um." - Daníel Þorsteinsson

"Reiki hefur verið mikil gjöf í mínu lífi og ég nota það daglega bæði á sjálfan mig, í hugleiðslu og á aðra. Að læra reikimeistaran hjúpaði þekkinguna sem ég hafði á reiki meiri dýpt, þakklæti og virðingu fyrir þessari mögnuðu heilunartækni sem reikið er og ég finn fyrir meiri ró og fókus. Ég get sko einlæglega mælt með reikimeistaranámskeiði hjá Kolbrúnu. Hún er einstaklega góður kennari og miðlar þekkingu sinni af mikilli næmni, hlýju og djúpum áhuga á efninu. Takk elsku besta Kolbrún fyrir þína töfra." - Þórunn Birna Þorvaldsdóttir

bottom of page