top of page
VAKIR%20-%20Thorunn%20Thorvalds%201_edited_edited.jpg

UM MIG

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir

Ég er Kolbrún, konan bak við Lifðu betur með þér. Eitt af mínum áhugasviðum er fólk og mannshugurinn og hvernig við getum látið okkur líða betur. Ég hef mikla þörf fyrir að skapa og læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna og í stað þess að sitja á því langar mig að miðla því sem ég hef lært, ekki síður frá lífsreynslu en menntun.

Það er mín einlæga von að ég geti hjálpað öðrum að eignast innihaldsríkara líf

og komast í betra andlegt form ... helst sitt allra besta! 

Aðeins um mína menntun ... Ég fór sjálf í Andlega Einkaþjálfun hjá Hrafnhildi Moestrup fyrir nokkrum árum og varð alveg heilluð af hennar nálgun til þess að öðlast betra líf. Ég hóf svo nám mitt í Jákvæðri Sálfræði og er með dipl. master í því, sem hefur bætt enn betur í mína verkfærakistu. Sama ár ákvað ég líka að fara í kennaranám hjá Hrafnhildi og er útskrifaður Andlegur Einkaþjálfari frá hennar skóla ásamt því að kenna nýjum Andlegum einkaþjálfurum fyrsta árið eftir að ég útskrifaðist. Ég hef alltaf haft áhuga á orkulækningum og hvernig við getum lagað orkuna okkar til vellíðunar og fór á námskeið í Energy Medicine, Access Bars orkumeðferðarnálgun og Reiki heilun sem mér finnst smellpassa inn í vellíðunarprógrammið mitt þar sem ég hjálpa fólki að losa um orkustíflur og jafna orkuna sína. Ég ætlaði að verða dansari þegar ég var yngri og verð hreinlega að hreyfa mig til að halda andlegri og líkamlegri heilsu og  ég lét langþráðan draum verða að veruleika þegar ég öðlaðist rétttindi sem Hatha jógakennari, í þeirri tegund af jóga er m.a. lögð áhersla á öndunaræfingar og hugleiðslu. Ég er einnig með Yin og Nidra rétttindi, ásamt áfalla og streitu jógakennararéttindum. Ég er þar að auki núvitundar- og hugleiðslukennari frá School of Positive Transformation. Því til viðbótar er ég með kennararéttindi sem ég öðlaðist fyrir tveimur áratugum og er einnig með hönnunarnám frá IED Barcelona í mínu farteski en stór hluti af mér er mjög skapandi og ég þarf ávallt að vera að sinna þeirri hlið af mér líka og vinn einnig sem skartgripahönnuður með umhverfisvænt skart fyrir Kolbrun og Vakir

Ég hlakka mjög mikið til þess að kynnast þér og þar sem ég er "kvót" sjúk þá vil ég setja hér uppáhalds kvótið mitt sem að kom mér í þessa vegferð: "YOU CREATE YOUR OWN HAPPIENESS" og ég hef fulla trú á því að ég geti hjálpað þér þangað

bottom of page