
Acerca de
KVEIKTU NEISTANN INNRA MEÐ ÞÉR - EFLDU SKÖPUNARKRAFTINN OG TÖFRANA ÞÍNA Í MAROKKÓ Í 8 DAGA FERÐ - NÆSTA FERÐ VERÐUR AUGLÝST VON BRÁÐAR
Við hvetjum ykkur til þess að skrá ykkur á biðlista fyrir næstu ferð ❤️
Við vinirnir Kolbrún Ýr, Danni, Nikkó og Halldóra höfum sett saman námskeið fyrir þá sem langar að leika sér meira, stækka andann með rödd, tónlist og hreyfingu. Vekja sköpunarkraftinn með þvi að fara nær sjálfinu og lita hlæjandi út fyrir kassann. Á andlega ferðalaginu er áherslan skiljanlega oft á alvarleikann og þyngslin, okkur langar að vinna með opnun og forvitni.
Námskeiðið fer fram á Rihadi í Essaouira. Allir morgnar hefjast hjá Kolbrúnu með orkuflæði, jóga og hugleiðslu. Við borðum morgunmat og eftir það er unnið í 2-3 tíma, Daníel og Kolbrún leiða þig áfram í radd- & tónlistarvefnaði ásamt kundalini-reiki orkuvinnu og tónheilun, Halldóra brýtur upp hreyfimynstrin og lyftir töfrabarninu. Nicholas leiðir hópinn inn á lendur heilans og leiðir þig um töfra Essaouira. Um miðjan dag er dásamlegt að falla innávið við sundlaugarbakkann eða fara inn til Essaouira. Kvölddagskrá 3 kvöld með cacao og dansi, slökun, möntrusöng, Kundalini-Reiki eða njótum þess að ráða okkar eigin töfraplani. Við dveljum 6 nætur í Essaouria & 1 nótt í Marrakesh.
Leikregla námskeiðsins er að við neytum ekki áfengis þessa viku og styrkjum með því kjöraðstæður töfranna.
Innifalið í ferðinni:
- 6 nætur á fallegu hóteli rétt fyrir utan Essaouira
- 1 nótt á fallegu hóteli í Marrakesh
- Morgunverður alla dagana
- 6 x hádegisverður á námskeiðsdögum í Essaouira
- Ferðir á milli Marrakesh og Essaouira 27. mars og 2. apríl, ferðir til og frá flugstöð
- 6 daga námskeið, leiðsögn um borg og bæ, 3 einstakar kvöldstundir
- Skemmtilegt og töfrandi námskeið með Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu, Kolbrúnu Ýri Gunnarsdóttur jógakennara & heilara, Daníeli Þorsteinssyni tónlistarmanni & heilara og Nicolas Blin vísinda- & leiðsögumanni.
Verð: 260.000 kr* miðað við að deila herbergi (2 saman í herbergi)
* Verð er fyrir mars ferð 2025 & getur breyst. Flug er ekki innifalið hægt er að panta beint flug frá KEF til Marrakesh (RAK) með Play Air, því fyrr því ódýara. Ef þú ert ekki með neinn ferðafélaga geturðu ekki skráð þig í að deila herbergi, verð miðast einungis við að tveir séu að deila.
Boðið verður upp á nokkur einstaklingsherbergi fyrir næstu ferð.
Staðfestingargjald sem greiðist við skráningu 80.000 kr (óendurgreiðanlegt)
Greiða þarf upp námskeiðið 2 mánuðum fyrir áætlaðan ferðatíma.
Ferðin er í samstarfi við ferðaskrifstofuna Heillandi heimur
Hver erum við?
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kolbrún er heilari og jógakennari og hefur haldið ótalmörg námskeið í sjálfs- og orkuvinnu. Kolbrún er Reiki- & Kundalini-Reikimeistari, Hatha, Yin, Nidra og áfalla og streitu jógakennari. Hún er með Ma. Diplóma í jákvæðri sálfræði og er andlegur einkaþjálfari með núvitundar og öndunar kennara réttindi & eigandi Lifðu betur með þér, meira um hana hér.
Halldóra Geirharðsdóttir - Dóra, hefur starfað sem leikkona í 30 ár, prófessor við LHÍ í 6 ár og hefur mikla reynslu af spunaleik og samvinnu í hóp. Hennar sjónarmið gengur alfarið út á það að öll stækkun sköpunarinnar fari fram í kærleika, töfrabarnið innra með þér þarf að finna til öryggis til að þora að sýna sig og fá hugrekki til að dansa eða flytja ljóð.
Nicolas Pétur Blin - Nikkó, hefur starfað sem leiðsögumaður og sem taugalífeðlisfræðingur við rannsóknir á svefni, Alzheimers og við segulörvun á framheila við meðferðarþrátt þunglyndi. Hann hefur haldið fyrirlestra um virkni heilans fyrir leikmenn og hefur lokið Reiki I og II og Gong-spilun I.
Hann bjó í Marokkó frá 4-5 árá aldri og lærði arabísku en er búinn að steingleyma öllu. Hann vinnur að því að starfsheitið heilaheilari verði viðurkennt (grín).
Daníel Þorsteinsson - Danni, hefur verið hljóðfæraleikari í rúm 38 ár og gefið út plötu nánast annað hvert ár í yfir 30 ár, síðustu 10 ár undir listamannsnafninu TRPTYCH. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem tónheilari í Eden Yoga & Yoga Shala. Hann er Reiki meistari, með B.A. í grafískri hönnun, animation & félagsfræði.
Ummæli ferðalanga með okkur í mars 2025:
Ferðin var dásamleg í alla staði með mörgum skemmtilegum samverustundum með góðu fólki í fallegu og framandi umhverfi. Innihald námskeiðs var skemmtilega fjölbreytt, stundum krefjandi, en ávallt gefandi. Námskeiðið er leitt mjög vel af færum leiðbeinendum, sem hafa ávallt bæði virðingu og kærleika að leiðarljósi. Gefin var líka tími fyrir hvíld og til þess að upplifa fjölbreytta menningu Marokkó. Namaste 🙏 - Rannveig Gylfadóttir
Dagakráin var frábær, tímarnir og námskeiðin dásamleg, skemmtileg og heilandi. Fullkomið allt saman. Staðsetningin frábær, maturinn dásamlegur og herbergið geggjað og allt umhverfið þarna inni og úti eins og í paradís. Fullkomin ferð á allan hátt. - Ingunn Ragna Arnarsdóttir
Gefandi ferðalag á framandi slóðir! - Aðalsteinn Jörgensen
Dásamleg töfraferð á geggjuðum stað. Ótrúlega fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá með fullt af spennandi hlutum og upplifunum. Fararstjórar héldu vel utan um hópinn. - Unnur Símonardóttir
Þessi ferð mun lifa með mér lengi, að svona ólíkur menningarheimur þrífist aðeins 4 og hálfum tíma með flugi frá Íslandi er óútskýranlegur. Fararstjórarnir á heimamælikvarða sem voru alltaf boðnir og búnir til að leyfa mér að blómstra og njóta. Takk fyrir mig! - Sigurveig Halldórsdóttir
Takk svo mikið fyrir mig þetta var svo magnað og æðisleg ferð og utanumhaldið frábært þið voruð öll svo frábær og gefandi. Mæli með þessari ferð. - Svala Kristín Pálsdóttir
Ótrúlega fjölbreytt og gefandi námskeið. Samstilltur og hæfileikaríkur hópur leiðbeinanda sem las hópinn mjög vel og öll skipulagning til fyrirmyndar. - Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
Ég er svo sátt við þessa upplifun fann fyrir svo mikilli gleði og væntumþykju frá ykkur og þessum hópi. - Aðalheiður Gylfadóttir
Með skemmtilegri ferðum sem ég hef upplifað. Frábær leiðsögn og félagsskapur. Takk kærlega fyrir mig ❤ öll saman. - Kristín Garðarsdóttir
Námskeiðið Efldu sköpunarkraftinn og töfrana þína í Marokkó með Kolbrúnu, Danna, Nikkó og Halldóru stóð algjörlega undir væntingum. Það sem var farið í var fjölbreytt og allt mjög áhugavert. - Anna Dagmar Arnarsdóttir
Þessi ferð var svo mikið gúmmelaði. Allir fararstjórarnir voru yndisleg, hlýleg og skemmtileg og hjálpsöm í alla staði. Hótelið sem við dvöldum á var einstaklega fallegt og friðsælt. Kolbrún og Danni leiddu margvíslega tíma sem voru hver öðrum innihaldsríkari og nærandi fyrir anda og líkama. Trúða námskeiðið var með því skemmtilegra sem ég hef gert, aldrei hefði mig grunað það :) Ég mæli heilshugar með þessari ferð fyrir alla, konur og karla. - Agnes Erna Estherardóttir