top of page

Acerca de

Dekraðu við þig og komdu með okkur í endurnærandi jógaferð til Balí 2024!

 

Ef þig langar til að rækta sjálfa þig og upplifa menningu á framandi slóðum þá er þetta svo sannarlega ferðin fyrir þig! Það fer enginn ósnortinn frá Balí. Eyjan býr yfir einstökum töframætti sem dregur fólk allstaðar að til að upplifa fagurgræna náttúruna, anda guðanna og síbrosandi og glaðlynda heimamenn. 

Næsta ferð blönduð ferð 8.-17. september 2024

Allar nánari upplýsingar á www.myjourney.is

Langar þig með í næstu ferð? Skoðaðu nánar og skráðu þig á myjourney.is

Umsagnir um síðustu ferð í október 2022:

"Ég kynntist Kolbrúnu á Balí og er hún með góða og þægilega nærveru og voru tímarnir hennar í yoga, hugleiðslu og spjalli allir góðir. Elskaði sólarupprásar yogað sérstaklega þegar Vaknað var með fuglunum og dýralífinu á Balí. Ég lærði ýmislegt frá henni sem ég get nýtt mér til að bæta orku og ná mér í núið.

Mæli með henni og hlakka til að mæta í tíma hjá henni heima á Íslandi líka."

Katrín Sif Jónsdóttir

"Kolbrún er frábær jógakennari og það er yndislegt að fylgja henni í tímum."

Berglind Björk Jónsdóttir

"Ég upplifði einn af stóru draumunum mínum þegar ég fór til Balí í skipulagða sjálfsræktar ferð. Kolbrún Ýr var ein af leiðbeinendunum í ferðinni, ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að fara í gegnum þetta ferðalag með henni því betri leiðbeinanda er erfitt að finna. 

Kolbrún hefur einstaklega hlýja nærveru og nálgast allt af svo mikilli virðingu og kærleika, allt sem hún hefur fram að færa, jóga, hugleiðsla eða fræðsluerindi smitar hún sem sínu fallega ljósi.

Takk fyrir mig elsku Kolbrún Ýr ❤️"

Sonja Hafsteinsdóttir

"Kolbrún er frábær jógakennari og tímarnir hjá henni mjög fjölbreyttir"

Margrét Valgeirsdóttir

"Kolbrún er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu enda fagmaður fram í fingurgóma, með einstaka nærveru og svooo ljúf, góð og brosmild. Það sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún vel,  ég hef lært margt af henni enda frábær leiðbeinandi þegar kemur að andlegu hliðinni og yoga því hún útskýrir allt svo vel og þú finnur bara að hún vill innilega að þér bæði líði vel og gangi vel og það veitir alla vega mér öryggi.  Það skiptir miklu máli að líða vel hvar sem maður er staddur í heiminum eða lífinu almennt og það er ekki annað hægt en að líða vel  á Balí en að vakna þar og fara beint út í yoga hjá Kolbrúnu er eitthvað annað, algjörlega geggjað. Gott fólk dregur fram það góða í öðru fólki og það gerir Kolbrún svo sannarlega."

Írs Fönn

"Kolbrún er með yndislega nærveru og mætir manni alltaf með kærleik og hlýju. Ég hef farið til hennar í yoga, reiki heilun og access bars og get mælt með þessu öllu. Allt sem hún tekur sér fyrir hendur er vel gert og vel undirbúið. Þegar unnið er með andlega heilsu er svo mikilvægt að mæta fagaðila sem vinnur heildrænt og Kolbrún er þannig fagaðili. Hún er vel að sér bæði í fræðum um líkama og sál og tengingunni þar á milli. Metnaður og fagmennska er í fyrirrúmi hjá henni og ég fer alltaf endurnærð frá henni"

Hrönn Stefánsdóttir

"Takk Kolbrún fyrir það að taka þátt í minni vegferð og styðja mig í henni. Takk fyrir að hlusta á mig og taka eftir mér og takk fyrir jóga tímana og alla fræðsluna sem þú hefur verið með. Betri leiðbeinanda er erfitt að finna að mínu mati og að auki er nærvera þín svo góð. Að fara í ferðalagið mitt til Balí með þig mér við hlið var eitthvað sem ég hefði ekki vilja missa af því þú átt svo stóran þátt í dásamlegu upplifuninni minni. Ég mun klárlega halda áfram að sækja í það sem þú hefur upp á að bjóða og er ég endlaust þakklát fyrir það að hafa fundið þig ❤️" 

Lucy Anna

"Jóga með Kolbrúnu er besta jóga sem ég hef farið í á ævi minni. Hún er svo flott og leggur mikinn metnað í að láta manni líða sem best í tímanum. Svo er hún svo ljúf og góð með yndislega nærveru."

Bára Gunnlaugsdóttir

"Yoga á Balí með Kolbrúnu var best í heimi! Glaðlynd með góða nærveru og umhyggju fyrir að næra líkama og sál með gagnlegum æfingum og fræðslu."

Þórey Gunnlaugsdóttir

"Jóga undir leiðsögn Kolbrúnar er endurnærandi ferðalag fyrir bæði líkama og sál. Kolbrún hefur einstaklega góða og nærandi nærveru. Hún leggur áherslu á að útskýra æfingarnar og hvað þær gera fyrir mann, leyfir manni að gera æfingarnar á sínum forsendum í sínu flæði. 

Einnig er vert að nefna að hugleiðsla með Kolbrúnu er töfrum líkast, róandi röddin leiðir mann á einhvern himneskan stað........."

Unnur Hauksdóttir

"Ohhh að stunda jóga, hugleiðslu, fá kennslu og leiðbeiningar hvernig hægt er að vinna með orkuflæði líkamans á paradísareyjunni Balí hjá yndislegu Kolbrúnu er eitthvað sem ég mun seint gleyma ♥️ hún með sína yndislegu nærveru og allan kærleikann að miðla með sinni alkunnu fagmennsku gaf mér þann besta og yndislega tíma sem ég mun ávallt muna. Takk elsku Kolbrún fyrir þig, takk fyrir að sá fræjum hjá mér og takk fyrir magnaðan tíma á Balí 😍"

Guðrún Birna Gylfadóttir

TAKK! það var líka draumi líkast að vera með ykkur á Balí ❤️

bottom of page