top of page
IMG_9923.jpg

Acerca de

ENDURRÆSTU ORKUNA ÞÍNA  Á BALÍ

NÆSTA FERÐ VERÐUR AUGLÝST EFTIR ÁRAMÓT

Ef þig langar til að rækta sjálfa þig og upplifa menningu og mýkt á framandi slóðum þá er þetta svo sannarlega ferðin fyrir þig. Það fer enginn ósnortinn frá Balí. Eyjan býr yfir einstökum töframætti sem dregur fólk allstaðar að til að upplifa fagurgræna náttúruna, anda guðanna og síbrosandi og glaðlynda heimamenn. 

Við ætlum að tengjast sjálfum okkur betur í mýkt og sjálfsmildi með yin yoga, yoga nidra, kundalini yoga, sjálfsheilun, möntrum, heilun, hugleiðslu, núvitund og ná dýpri tenginu inn á við. Kynnast sjálfum okkur betur sem og menningu Balíbúa ásamt ýmiskonar annarri endurnæringu fyrir líkama og sál. Kennari er Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir & fararstjóri Þórunn Birna Þorvaldsdóttir. Við erum 6 nætur í heilunarþorpinu Ubud á 5 stjörnu fallegu hóteli rétt fyrir utan miðbæinn og 3 nætur á yndisfögru 5 stjörnu hóteli í nálægð við Canggu.

ÁHERSLA Á MÝKT, MILDI & TENGINGU VIÐ ÞIG

​​​

Þú munt fara endurnærð, úthvíld og orkumikil frá þessari einstöku eyju. Við byrjum dagana á nærandi æfingum ásamt góðri slökun og hugleiðslu, fáum okkur hollan og næringaríkan morgunverð og höldum svo í ferðalag inn á við og með ýmsum æfingum bæði í anda jákvæðrar sálfræði, orku- og jógafræðum komumst við nær því að vera við sjálfar í mýkt og mildi.  Balí er einstakur staður til þess að hjálpa þér að komast nær þér og býður þér í ró og kærleika að nálgast þig í gleði og mýkt þar sem hugur og líkami sameinast.

Við munum einnig bjóða upp á kyrrðarstundir að kvöldlagi þrisvar sinnum á meðan dvöl þinni stendur.

Í dýrðlega fallegu umhverfi í Ubud og Canggu, langt frá amstri hversdagsins gefum við okkur tíma og rúm til þess að slaka á og finna innri frið og ró og tengingu við kjarnann þinn. Við gerum yin yoga, kundalini yoga, núvitundaræfingar, iðkum orkujöfnun, söng og dagbókarskrif og nærum þannig líkama, sál og huga. 

​​​​​

SLÖKUN & HEILUN

Við dveljum í Ubud í 6 nætur. Boðið verður upp á tónheilun í pýramídum og dagsferð með heilun og vatnsblessun með Balenískum leiðsögumanni. Hina dagana ertu frjáls þinna ferða eftir endurnæringu og námskeið að morgni og getur skoðað þig um staðinn eða notið við sundlaugarbakkann, farið í nudd eða heilun, allt eftir því hvernig dag þig langar í hverju sinni.

Frá Ubud förum við til Canggu þar sem við ætlum að dvelja í þrjár nætur, þar er hægt að fara í hjólatúra,  vera í slökun á ströndinni, dýfa tánum í sjóinn, slaka á við sundlaugarbakkann á fallega. hótelinu, bæjarferð í Canggu og ýmislegt fleira sem kallar á þig þá stundina.  

Balí hefur upp á margt að bjóða og við staðfesta skráningu færðu aðgang að öllum þeim sértæku upplýsingum sem við höfum viðað að okkur á ferðum okkar til Balí hvort sem það eru aðrir staðir fyrir og eftir námskeið, heilarar, jógastaðir, veitingastaðir og annað sem er gaman að skoða og undirbúa fyrir ferðina. Þú getur t.d. farið á matreiðslunámskeið og lært að elda balíneskan mat. Skellt þér í spa, allskonar heilun eða sveiflað þér í rólu, hjólað um hrísgrjónakra, farið í sólarupprásar ferðir, rafting, The gate of heaven og endalaust fleira spennandi. 

 

Takmarkað pláss í ferðir, hámark 16 konur.

 

Fararstjórar í ferðinni eru Kolbrún Ýr & Þórunn Birna.

"Ferðin til Balí með MyJourney, fór fram úr öllum mínum væntingum. Ég fór reyndar í ferðina með svo til engar væntingar, var bara að fara á vit nýrra ævintýra, sem ég síðan fékk að upplifa. Við fengum að kynnast menningu Balí sem er einstök á sinn hátt, við gistum á frábærum hótelum sem eru falleg með einstaklega góðum mat, og svo var dagskrá í gangi þar sem við stunduðum jóga, sjálfsrækt eða slökun á víxl. Allt var þetta einstaklega ánægjulegt og ég þakka það frábærum stjórnendum og fararstjórum sem kunna að byggja upp fallega og ástríka stemmningu,hæfileikarík hver á sínu sviði og þekkja vel til og velja fyrir okkur það sem þau telja best. Ég tel að ég hafi fengið miklu meira út úr þessari ferð, en ef ég hefði farið til Balí upp á eigin spýtur. Í stuttu máli sagt var ferðin heildstæð upplifun sem tengdi saman menningu, sjálfrækt, jóga og slökun í blandi við afslöppun og hið ljúfa líf, mæli hundrað present með henni." Ágústa Jónsdóttir

"Ég er mjög þakklátur fyrir þessa frábæru og ógleymanlegu ferð. My Journey leggur svo mikið hjarta í allt í ferðinni, skipulagningin er fullkomin og það helst allt í hendur til að gera upplifunina ógleymanlega. Ég hefði ekki kynnst Bali á sama hátt á eigin vegum og yoga og sjálfsvinna gaf fullkominn ramma fyrir jákvætt, heilbrigt og uppbyggilegt innra og ytra "upplifunarferðarlag". Þetta er ferð sem lifir með mér lengi." Aðalsteinn Leifsson

 

"Þessi ferð var fullkomin í alla staði fyrir mig og nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti. Umhverfið og umgjörðin dásamleg. Þórunn og Kolbrún æðislegar og gera þetta listilega vel, þekkja svæðin vel, eru jákvæðar, hvetjandi og eru tilbúnar að aðstoða við hvað sem er. Yogað var fullkomið ekki of auðvelt né of erfitt og því getur hver sem er tekið þátt. Hugleiðslan, öndun og umræður skemmtilegar og fullt af góðum verkfærum sem ég fékk sem ég tek með mér eftir þessa ferð. Mæli 100% með og eitthvað sem ég á pott þétt eftir að gera aftur, mögulega ein svona ferð á ári væri draumur. ♥️" Hildur

"Að fara með ykkur yndis konum í þessa ferð er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir mig. Á þessari dásamlegu eyju sem Balí er fékk ég næringu fyrir sál og líkama og eiginlega meira fyrir sálina. Innri ró og örlítið aðra sýn á lífið og hvernig ég vil lifa því. Ég kem aftur með síðar Hjartans þakkir fyrir mig ❤️" Sigga Ottós

"Balíupplifun með þeim Kolbrúnu og Þórunn er einstök og ég get ekki mælt nógu mikið með þeim. Allt skipulag er frábært og þær leiða mann í ótrúleg ævintýri sem eru sérstök fyrir Balí. Kolla er frábær jógakennari og þær stöllur eru yndislegt teymi." Berglind

"Frábær ferð í alla staði. Gaman að fá að kynnast mismunandi tegundum jóga og fékk á námskeiðinu tól sem ég á eftir að nýta mér í lífinu. Að fá að kynnast töfrum Bali með þeim Þórunni og Kolbrúnu var ævintýri líkast og þær tvær alveg frábærar með þægilega nærveru og umhyggjusamar. Takk fyrir mig ❤️" Helga Sveinsdóttir

"Ég mæli eindregið með ferð til Balí með Kollu og Þórunni. Ferðin var mjög vel plönuð, hótelin og staðirnir voru ævintýralegir svo ekki sé meira sagt og sjarmi þessara litlu eyju sprengir alla fegurðarskala. Þetta var ógleymanleg ferð og ég mun aldrei gleyma öllu því sem ég upplifði. Ég kom heim stútfull af hamingju og er strax byrjuð að plana mína næstu ferð. Í einu orði sagt var þetta meiriháttar." Binna Veigarsdóttir

"Ég mæli eindregið með ferð til Balí með Kollu og Þórunni. Ferðin var mjög vel plönuð, hótelin og staðirnir voru ævintýralegir svo ekki sé meira sagt og sjarmi þessara litlu eyju sprengir alla fegurðarskala. Þetta var ógleymanleg ferð og ég mun aldrei gleyma öllu því sem ég upplifði. Ég kom heim stútfull af hamingju og er strax byrjuð að plana mína næstu ferð. Í einu orði sagt var þetta meiriháttar."

"Òtrúlega flott ferð sem stòðst allar mínar væntingar og gott betur. Þið Þòrunn og Kolbrún svo einlægar og hlýjar með gòða nærveru og umhyggjusamar. Það skapaði strax traust, öryggi og gleði í hòpnum. Takk kærlega fyrir mig 🌿❤️ Ég mæli heilshugar með þessari ferð." Linda Pehrson

 

"Allir eiga skilið að láta drauma sína verða að veruleika. Draum um andlega vegferð, fallega og heilandi sjálfsrækt í undurfallegri náttúru sem er engri annarri lík ( sem ég hef allavega ekki upplifað ennþá) samferða sálum sem allar vilja upplifa það sama ró, kærleika, fegurð, innblástur, frið, hugrekki, lækningu, orkujöfnun og svo margt mætti telja meira upp. Að eiga þennan tíma á Balí með Þórunni og Kolbrúnu var yndislegt í alla staði innan um kærleiksríka Balíbúa sem vilja allt fyrir mann gera eins og þær sjálfar. Þetta ferðalag skilur eftir margar undursamlegar minningar í mínum minningabanka og ég hvet alla sem geta að setja svona ferð hjá sér efst á Bucket listann. Að rækta sig er besta ræktin sem við getum gefið okkur andlega og líkamlega og ekki skemmir staðsetningin fyrir, við eigum það öll skilið að komast nær kjarnanum okkar og lifa ávallt í gleði og kærleika ♥️♥️Takk fyrir mig, My Journey" Guðrún Birna

"Ég kynntist Kolbrúnu á Balí og er hún með góða og þægilega nærveru og voru tímarnir hennar í yoga, hugleiðslu og spjalli allir góðir. Elskaði sólarupprásar yogað sérstaklega þegar Vaknað var með fuglunum og dýralífinu á Balí. Ég lærði ýmislegt frá henni sem ég get nýtt mér til að bæta orku og ná mér í núið.

Mæli með henni og hlakka til að mæta í tíma hjá henni heima á Íslandi líka."

Katrín Sif Jónsdóttir

"Kolbrún er frábær jógakennari og það er yndislegt að fylgja henni í tímum."

Berglind Björk Jónsdóttir

"Ég upplifði einn af stóru draumunum mínum þegar ég fór til Balí í skipulagða sjálfsræktar ferð. Kolbrún Ýr var ein af leiðbeinendunum í ferðinni, ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að fara í gegnum þetta ferðalag með henni því betri leiðbeinanda er erfitt að finna. 

Kolbrún hefur einstaklega hlýja nærveru og nálgast allt af svo mikilli virðingu og kærleika, allt sem hún hefur fram að færa, jóga, hugleiðsla eða fræðsluerindi smitar hún sem sínu fallega ljósi.

Takk fyrir mig elsku Kolbrún Ýr ❤️"

Sonja Hafsteinsdóttir

"Kolbrún er frábær jógakennari og tímarnir hjá henni mjög fjölbreyttir"

Margrét Valgeirsdóttir

"Kolbrún er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu enda fagmaður fram í fingurgóma, með einstaka nærveru og svooo ljúf, góð og brosmild. Það sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún vel,  ég hef lært margt af henni enda frábær leiðbeinandi þegar kemur að andlegu hliðinni og yoga því hún útskýrir allt svo vel og þú finnur bara að hún vill innilega að þér bæði líði vel og gangi vel og það veitir alla vega mér öryggi.  Það skiptir miklu máli að líða vel hvar sem maður er staddur í heiminum eða lífinu almennt og það er ekki annað hægt en að líða vel  á Balí en að vakna þar og fara beint út í yoga hjá Kolbrúnu er eitthvað annað, algjörlega geggjað. Gott fólk dregur fram það góða í öðru fólki og það gerir Kolbrún svo sannarlega."

Írs Fönn

"Kolbrún er með yndislega nærveru og mætir manni alltaf með kærleik og hlýju. Ég hef farið til hennar í yoga, reiki heilun og access bars og get mælt með þessu öllu. Allt sem hún tekur sér fyrir hendur er vel gert og vel undirbúið. Þegar unnið er með andlega heilsu er svo mikilvægt að mæta fagaðila sem vinnur heildrænt og Kolbrún er þannig fagaðili. Hún er vel að sér bæði í fræðum um líkama og sál og tengingunni þar á milli. Metnaður og fagmennska er í fyrirrúmi hjá henni og ég fer alltaf endurnærð frá henni"

Hrönn Stefánsdóttir

"Takk Kolbrún fyrir það að taka þátt í minni vegferð og styðja mig í henni. Takk fyrir að hlusta á mig og taka eftir mér og takk fyrir jóga tímana og alla fræðsluna sem þú hefur verið með. Betri leiðbeinanda er erfitt að finna að mínu mati og að auki er nærvera þín svo góð. Að fara í ferðalagið mitt til Balí með þig mér við hlið var eitthvað sem ég hefði ekki vilja missa af því þú átt svo stóran þátt í dásamlegu upplifuninni minni. Ég mun klárlega halda áfram að sækja í það sem þú hefur upp á að bjóða og er ég endlaust þakklát fyrir það að hafa fundið þig ❤️" 

Lucy Anna

"Jóga með Kolbrúnu er besta jóga sem ég hef farið í á ævi minni. Hún er svo flott og leggur mikinn metnað í að láta manni líða sem best í tímanum. Svo er hún svo ljúf og góð með yndislega nærveru."

Bára Gunnlaugsdóttir

"Yoga á Balí með Kolbrúnu var best í heimi! Glaðlynd með góða nærveru og umhyggju fyrir að næra líkama og sál með gagnlegum æfingum og fræðslu."

Þórey Gunnlaugsdóttir

"Jóga undir leiðsögn Kolbrúnar er endurnærandi ferðalag fyrir bæði líkama og sál. Kolbrún hefur einstaklega góða og nærandi nærveru. Hún leggur áherslu á að útskýra æfingarnar og hvað þær gera fyrir mann, leyfir manni að gera æfingarnar á sínum forsendum í sínu flæði. 

Einnig er vert að nefna að hugleiðsla með Kolbrúnu er töfrum líkast, róandi röddin leiðir mann á einhvern himneskan stað........."

Unnur Hauksdóttir

"Ohhh að stunda jóga, hugleiðslu, fá kennslu og leiðbeiningar hvernig hægt er að vinna með orkuflæði líkamans á paradísareyjunni Balí hjá yndislegu Kolbrúnu er eitthvað sem ég mun seint gleyma ♥️ hún með sína yndislegu nærveru og allan kærleikann að miðla með sinni alkunnu fagmennsku gaf mér þann besta og yndislega tíma sem ég mun ávallt muna. Takk elsku Kolbrún fyrir þig, takk fyrir að sá fræjum hjá mér og takk fyrir magnaðan tíma á Balí 😍"

Guðrún Birna Gylfadóttir

TAKK! það var líka draumi líkast að vera með ykkur á Balí ❤️

bottom of page