top of page

ANDLEGUR STYRKUR - HÓPÞJÁLFUN

litlir karla- og konuhópar

Langar þig að leyfa þér að blómstra og lifa lífinu lifandi. Vera sátt/ur í eigin skinni og upplifa að þér séu allir vegir færir.  Hjá mér lærirðu að breyta hugarfari þínu, þjálfa þig í að vera til staðar fyrir þig, efla sjálfstraust þitt og skapa líf sem nærir þig og þína vellíðan! Hópþjálfunin er  6 mánaða þjálfun sem byggir á sjálfstyrkingu, hugarfarsbreytingu, núvitund, bættum samskiptum, aukinni gleði og ánægju með líf þitt. Námskeiðið er byggt á jákvæðri sálfræði og er fullt af fróðleik, verkefnum, reynslusögum og æfingum sem hjálpa þér að vera þú. Með því að vinna með litlum hópi eflirðu tengsl, færð meiri samskipti og pepp inn í andlegu vinnuna þína, við hittumst tvisvar í mánuði í 2 tíma í senn og eigum notalega stund með öndun, hugleiðslum og góðu spjalli, ásamt verkefna vinnu sem þú heldur áfram með í þinni innri vinnu. Í hverjum mánuði 2 x 120 mínútur (mánudag frá 17-19) með Kolbrúnu og litla hópnum þínum, aðgangur að efni hvers mánaðar fyrir sig á kennsluvef og lokuð FB grúbba fyrir hvern hóp. Innifalið eru 5 kaflar af efni.

Hægt er að fá auka 60 mínútna tíma í hverjum mánuði á hagstæðu verði ef viðkomandi óskar.

 

Er komið að þér að setja andlega heilsu þína í fyrsta sæti?

Finnst þér þú …

Neikvæð/ur

Týnd/ur með sjálfa eða sjálfan þig

Eiga erfið samskipti eða vera erfið/ur í samskiptum

Líða illa í vinnunni

Ofhugsa

Rífa þig niður

Vera með lágt sjálfsmat

Ekki geta staðið með þér

Efast um þig

Efast um það sem þú ert að gera

Ekki geta tjáð tilfinningar þínar

Óánægð/ur í vinnu

Ekki vera nægilega frjáls

Ekki vera á þeim stað sem þú vilt vera

Ekki lifa drauma þína

 

Eða langar þig bara einfaldlega til þess að auka við sjálfstraust þitt, losna við sjálfsefann og leyfa þér að  líða betur, lifa í vellíðan og fá aukin verkfæri til þess?

 

Andlegur styrkur í hópþjálfun er markvisst námskeið sem fer fram í eigin persónu með Kolbrúnu og 2-3 öðrum. Þú færð aðgang að vefefni sem er stútfullt af mikilvægum og uppbyggjandi fróðleik byggt á jákvæðri sálfræði, jógafræðum, núvitund, ásamt ýmsu öðru spennandi efni. Ég deili svo með þér hvernig ég hef nýtt þennan fróðleik fyrir mig og mitt líf.

 

Þú færð einn mánuði í einu til að vinna með og nýtur stuðnings frá Kolbrúnu og litla hópnum þínum, við hittumst svo mánaðarlega 2 x 120 mínútna tíma þar sem við förum dýpra í skilning, verkefni, æfingar og þínar upplifanir.

Mánaðarleg greiðsla er 20.900 kr en hægt er að staðgreiða námskeiðið 112.500 kr

flest stéttarfélög greiða námskeiðið niður.

60 mín einkatímar með Kolbrúnu þá 6 mánuði sem þú ert á námskeiðinu 12.500 kr

Er ekki komið að því að líða betur og lifa í sátt og hugarró? 

Hafðu sambandi með því að senda mér tölvupóst hér eða ýta á hnappinn fyrir neðan ef þig langar að vita meira og ef þig langar að skrá þig á biðlista ✨

Persónulegt og gefandi námskeið í litlum hópi

Falleg stund með góðu fólki sem þú nýtur stuðnings af á meðan námskeiði stendur og mögulega lengur 

2 x 120 mín á mánuði í 6 mánuði

Námskeiðið fer fram í Síðumúla 15, 108 Rvk.

20220901_115047.jpg
bottom of page