top of page
​NÁMSKEIÐ OG TÓNHEILUN FER FRAM Í EDEN YOGA 
& YOGA SHALA, ​Á NETNÁMSKEIÐUM OG Á BALÍ 

Ég er með Tónheilun ásamt Daníel á fimmtudögum kl. 19.30

Einstakir tímar þar sem þú liggur í hengirúmi og heilar þig með tónum.

& námskeið í Eden og Yoga Shala.

Eden Yoga er á Rafstöðuvegi 1a í gömlu kartöflugeymslunum þú getur skráð þig í tíma á vefsíðu Eden Yoga hér ath. að það þarf að skrá sig í hvern tíma.

ORKAN Í FLÆÐI - SJÁLFSHEILUN
 

Lærðu að heila sjálfan þig og hækka orkutíðnina þína, jafna orkuna og róa taugakerfið þitt. Losa þig við neikvæða og/eða staðnaða orku í líkama, orkulíkama þínum og huga með einföldum æfingum og aðferðum sem þú getur notað daglega fyrir þig. Þú lærir að efla lífsorkuna (prana) innra með þér, efla sköpunarkraftinn og andlega vitund. Orkupunktar, “tapping”, heilun með höndunum þínum, hugleiðsla, öndun, möntrusöngur, dans, hristingur, kriya - kundalini æfingar, qi gong, jóga, líkamsvitund, núvitund, æfingar sem hækka orkutíðnina þína, orkustöðvaheilun, fróðleikur um notkun orkusteina, ilmkjarnaolía og inngripa í jákvætt hugarfar og ýmislegt fleira spennandi sem aðstoða þig við þína sjálfsheilun til að hækka orkutíðnina þína, sköpun og andlega vitund.

Námskeið í Yoga Shala okt 2024

sjálfsheilun.png

RÓAÐU TAUGAKERFIÐ / YOGA NIDRA

Róaðu taugakerfið / Yoga Nidra með Kolbrúnu eru tímar sem hjálpa þér að slaka á eftir amstur vikunnar. Tíminn hefst á æfingum sem slaka á taugakerfinu þínu og færir þig svo yfir í Yoga Nidra sem er stundum kallað jógískur svefn. Þú heldur fullri, vakandi vitund þrátt fyrir að vera í djúpu slökunarástandi. Þú einbeitir þér að því að finna fyrir þér, líkama þínum og nærð kyrrðinni handan hugans, leyfir þér að sleppa tökunum áhyggjum og spennu í líkama og huga með því að ná djúpri slökun sem leidd er af Kolbrúnu. Mættu í þægilegum fötum og tilbúin/nn/ð í notalega endurnærandi stund.

Námskeið Orkuflæði og Yoga Nidra okt 2024

TÓNHEILUN

Í Eden liggur þú í hengirúmi, ert í þægilegum fötum og flýtur um í tóndekri sem hjálpar þér að losa um stress og óþægindi sem kann að hafa sest að í líkama þínum. Tónheilun hefur áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand þitt með því að hreyfa við því sem er fljótandi í líkama þínum sem og hreyfa við orkulíkamanum þínum. Víbríngurinn sem kemur frá tónunum hefur áhrif á allt umhverfið og hver fruma titrar á sínum hraða sem verður til þess að hreyfing á sér stað og losar um hvort sem það eru líkamlegir verkir eða stöðnuð orka, tilfinningaleg eða tengd orkustöðvum þínum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að  tónheilun hjálpar til við að slaka á taugakerfinu, losar um stress og kvíða, bætir svefn, eykur innri frið, veitir jafnvægi, eykur skýrleika,  stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi, eykur sjálfsmildi og vellíðan.

20220911_140615.jpg

YIN YOGA

Tenging líkama og hugar

Yin Yoga er djúpur og opnandi tími, þú gerir stöður sem að örva og næra bandvefinn í líkamanum og veita honum meira pláss og vökva. Eftir því sem við eldumst þornar bandvefurinn og liðamót líkamans og því mikilvægt að opna fyrir og veita líkamanum þínum það pláss sem hann þarf. Yin Yoga gefur þér færi á að kyrra hugann þinn og kíkja inn á við, skoða hvernig þér raunverulega líður í líkamanum. Í tímanum kemstu nærri tilfinningum þínum, færð betri skynjun á hvernig þér líður og kemur þér þannig í betra andlegt jafnvægi. Stöðunum er haldið í 3-5 mínútur og með því að gefa þér góðan tíma í stöðunum færir það þér aðgang að rónni innra með þér og þú lærir að hlusta betur á líkamann þinn og hvers hann þarfnast. Þú færð svo góða slökun í lok tímans. 

UMSAGNIR UM TÓNHEILUN MEÐ KOLBRÚNU OG DANNA

 

"Þetta er staðurinn sem alli þurfa að eiga sem athvarf í annasömu lífi"

Dagný Laxdal

 

"Tónheilun hjá Kolbrúnu og Danna hefur gefið mér svo mikinn innri frið og ró. Andrúmsloftið sem þau bjóða upp á er fullt af gleði, samhyggð og frið."

Júlía Guðmundsdóttir

 

"Að liggja í "þessari púpu" og leyfa tónlistinni að sameinast mér í klukkustund, er dásamleg stund sem ég sækist í aftur og aftur, ég get ekki lýst því með orðum hvað þetta gerir, þetta er bara mjög notalegt og hver tími er einstakur, kakóið á undan hjálpar mér að ná enn dýpri upplifun þegar það er í boð!"

Ágústa Jónsdóttir

 

"Kolla og Danni eru yndisleg og halda vel utanum tímann. Flott tónlist og allt vel gert."

Pétur

 

"Dásamleg slökun, hef verið að dreyma um að svífa um í silki síðan."

 

"Hjartans þakkir fyrir einkar róandi og ljúfa tónheilunarstund. Það var falleg mjúk og kærleiksrík orka þarna inni. Ég hef farið nokkrum sinnum i tónheilun, á mismunandi stöðum, en aldrei fundið svona djúp áhrif hljóðfæranna sem notuð voru. Og aldrei heldur upplifað að notuð væru þetta mörg hljóðfæri og mismunandi hljóð líka. Ég held að það að svífa í silkihengirúmmi hafi dýpkað upplifunina og einnig að finna að ýtt væri við manni af og til magnaði hana líka. Ég tímdi varla að hreyfa mig, fannst það “slíta/grynnka” tenginguna við líkamann, hugleiðsluna og hljóðin í kringum mig á ferðalagi mínu. Því hefði ég þegið að mér væri vaggað oftar og líka að hljóðfærin sem færð voru að hengirúminu af og til, hefðu stoppað aðeins lengur til að ég finndi bylgjurnar dýpra. Enn og aftur takk fyrir fallega og ljúfa upplifun sem ég vildi gjarnan njóta reglulega í áskrift…..ef hægt væri. Kæleikur og ljós til ykkar Kolbrún og Danni 💞🙏💞"

Fanndís Steinsdóttir

 

"Kom á óvart hvað ég náði góðri og djúpri slökun svona í fyrsta sinn sem ég mæti. Mun pottþétt koma aftur.. og aftur…og aftur."

Viktoría J. Laxdal

bottom of page