top of page
​JÓGATÍMARNIR MÍNIR FARA FRAM Í EDEN YOGA 
​Á NETNÁMSKEIÐUM OG Í REYKJAVIK YOGA

Ég hefur stundað jóga og dans með hléum frá því á yngri árum. Ég hef alltaf þurft að hreyfa mig og komist að því að jóga er mín besta lausn.

Ég  er Hatha, Yin og Nidra Jógakennari.

Ég kenni Róaðu taugakerfið / Yoga Nidra kl. 18.30 á fimmtudögum

í Eden Yoga Rafstöðvarvegi 1a.

Yin Yoga - Body and Mind connection á föstudögum kl. 17-18.15

í Reykjavik Yoga Frakkastíg 16 (ath. Yin tíminn er á ensku).

Eden Yoga er á Rafstöðuvegi 1a í gömlu kartöflugeymslunum þú getur skráð þig í tíma á vefsíðu Eden Yoga hér ath. að það þarf að skrá sig í hvern tíma.

Þú skráir þig líka í Yin tímana mína hjá Reykjavík Yoga, Frakkastíg 16 hér.

Hlakka til að leiða þig í jóga og mundu að ALLIR geta stundað jóga!

Róaðu taugakerfið / Yoga Nidra

Róaðu taugakerfið / Yoga Nidra með Kolbrúnu eru tímar sem hjálpa þér að slaka á eftir amstur vikunnar. Tíminn hefst á æfingum sem slaka á taugakerfinu þínu og færir þig svo yfir í Yoga Nidra sem er stundum kallað jógískur svefn. Þú heldur fullri, vakandi vitund þrátt fyrir að vera í djúpu slökunarástandi. Þú einbeitir þér að því að finna fyrir þér, líkama þínum og nærð kyrrðinni handan hugans, leyfir þér að sleppa tökunum áhyggjum og spennu í líkama og huga með því að ná djúpri slökun sem leidd er af Kolbrúnu. Mættu í þægilegum fötum og tilbúin/nn/ð í notalega endurnærandi stund.

​Bókaðu þig í tímann hér

Yin Yoga
Tenging líkama og hugar

Yin Yoga er djúpur og opnandi tími, þú gerir stöður sem að örva og næra bandvefinn í líkamanum og veita honum meira pláss og vökva. Eftir því sem við eldumst þornar bandvefurinn og liðamót líkamans og því mikilvægt að opna fyrir og veita líkamanum þínum það pláss sem hann þarf. Yin Yoga gefur þér færi á að kyrra hugann þinn og kíkja inn á við, skoða hvernig þér raunverulega líður í líkamanum. Í tímanum kemstu nærri tilfinningum þínum, færð betri skynjun á hvernig þér líður og kemur þér þannig í betra andlegt jafnvægi. Stöðunum er haldið í 3-5 mínútur og með því að gefa þér góðan tíma í stöðunum færir það þér aðgang að rónni innra með þér og þú lærir að hlusta betur á líkamann þinn og hvers hann þarfnast. Þú færð svo góða slökun í lok tímans. Bókaðu þig í tímann hér

Untitled design.png

Yin Yoga
Body & Mind Connection

In Yin Yoga you create a stimulation deep within your layers of the body. It also gives you the opportunity to observe your mind and cultivate mindfulness of your feelings, emotions, sensations and mental states. You observe and access the calm within and learn to truly listen to your body. As well as going further into the mind Yin Yoga accesses the deeper layers of the body like the connective tissues and fascia. Be prepared for a relaxing, mindful Friday afternoon where you both soften your body as well as your mind. Bókaðu þig í tímann hér

bottom of page