ANDLEG EINKAÞJÁLFUN
Ertu komin/nn áleiðis í sjálfsvinnu þinni og langar í meira aðhald?
Ertu komin/nn áleiðis í sjálfsvinnu þinni og vantar herslumuninn? Langar þig að leyfa þér að blómstra og lifa lífinu ennþá meira lifandi. Vera sátt/ur í eigin skinni og upplifa að þér séu allir vegir færir. Ég aðstoða þig við að komast enn lengra í sjálfsvinnu þinni, æfa þig í breyttu hugarfari, komast úr viðjum vananas og nær þér og því sem þú raunverulega vilt fyrir þig og þitt líf.
6 mánaða þjálfunin byggir á sjálfstyrkingu, hugarfarsbreytingu, núvitund, bættum samskiptum, aukinni gleði og ánægju með líf þitt. Námskeiðið er fullt af fróðleik , verkefnum, reynslusögum og æfingum sem hjálpa þér að vera þú. Í hverjum mánuði eru 60 mínútna einkatímar með Kolbrúnu og aðgangur að efni hvers mánaðar fyrir sig á kennsluvef. Innifalið eru 6 kaflar af efni (sem er aðgengilegt í 3 mánuði eftir að þjálfun líkur) og 6 einkatímar.
Langar þig bara einfaldlega til þess að auka við sjálfstraust þitt, losna við sjálfsefann og leyfa þér að líða betur, lifa í vellíðan og fá aukin verkfæri til þess?
Andleg Einkaþjálfun er markvisst námskeið sem fer fram í gegnum netið og/eða í eigin persónu, einkatímar eru á google meet en ef þú ert stödd/staddur á höfuðborgarsvæðinu getum við líka hist í eigin persónu í einkatímum. Þú færð aðgang að vefefni sem er stútfullt af mikilvægum og uppbyggjandi fróðleik, ásamt ýmsu öðru spennandi efni. Ég deili svo með þér hvernig ég hef nýtt þennan fróðleik fyrir mig og mitt líf.
Þú færð einn kafla í einu til að vinna með og gerir þetta á þínum hraða, við hittumst svo mánaðarlega í 60 mínútna einkatíma þar sem við förum dýpra í skilning, verkefni og þínar upplifanir.
Mánaðarleg greiðsla er 18.900 kr en hægt er að staðgreiða og fá afslátt af heildarverði
flest stéttarfélög greiða námskeiðið niður.
Kíktu á verðskrá
Er ekki komið að því að líða betur og lifa í sátt og hugarró?
Hafðu sambandi með því að senda mér tölvupóst hér eða ýta á hnappinn fyrir neðan ef þig langar að vita meira og ef þig langar að skrá þig!
Þú velur hvort að tíminn fer fram
í gegnum tölvu og þú getur verið
hvar sem er í heiminum
eða
í eigin persónu í Garðastræti 6, 101 Rvk.
