Ertu komin/nn áleiðis í sjálfsvinnu þinni og vantar herslumuninn? Langar þig að leyfa þér að blómstra og lifa lífinu ennþá meira lifandi. Vera sátt/ur í eigin skinni og upplifa að þér séu allir vegir færir. Ég aðstoða þig við að komast enn lengra í sjálfsvinnu þinni, æfa þig í breyttu hugarfari, komast úr viðjum vananas og nær þér og því sem þú raunverulega vilt fyrir þig og þitt líf.
6 mánaða þjálfunin byggir á sjálfstyrkingu, hugarfarsbreytingu, núvitund, bættum samskiptum, aukinni gleði og ánægju með líf þitt. Námskeiðið er fullt af fróðleik , verkefnum, reynslusögum og æfingum sem hjálpa þér að vera þú. Í hverjum mánuði eru 60 mínútna einkatímar með Kolbrúnu og aðgangur að efni hvers mánaðar fyrir sig. Innifalið eru 5 kaflar af efni og 6 einkatímar.
Langar þig bara einfaldlega til þess að auka við sjálfstraust þitt, losna við sjálfsefann og leyfa þér að líða betur, lifa í vellíðan og fá aukin verkfæri til þess?
Þú færð einn kafla í einu til að vinna með og gerir þetta á þínum hraða, við hittumst svo mánaðarlega í 60 mínútna einkatíma þar sem við förum dýpra í skilning, verkefni og þínar upplifanir.
Ef þú ert ekki á höfuðborgarsvæðinu eða í kring getum við hist í netheimum.
Mánaðarleg greiðsla er 18.900 kr en hægt er að staðgreiða og fá afslátt af heildarverði
flest stéttarfélög greiða námskeiðið niður.
Kíktu á verðskrá
Er ekki komið að því að líða betur og lifa í sátt og hugarró?
Hafðu samband með því að senda mér tölvupóst hér eða ýta á hnappinn fyrir neðan ef þig langar að vita meira og ef þig langar að skrá þig!
Langar þig að taka sjálfsvinnuna föstum tökum?
Fá aðstoð við að ná betri tökum á sjálfsvinnunni og kafa dýpra með mér
6 mánaða námskeið