HEILUN MEÐ YOGA NIDRA OG TÓNHEILUN
Yoga Nidra & Tónheilun er mótefni gegn okkar hraða, vestræna lífsstíl þar sem taugakerfið okkar er sífellt þanið.
Tíminn hefst á tengingu inn í orkulíkamann, því næst færðu Yoga Nidra leidda hugleiðslu og helming tímans tónheilun, undir lok orkustöðvaheilun.
Allir geta iðkað Yoga Nidra & leidda hugleiðslu.
Yoga Nidra er leidd hugleiðsla og stundum kallaður jógískur svefn. Nidra hjálpar okkur að fá djúpslökun í taugakerfið og líkama og getur 30 mínútna Nidra tími jafnast á við 3 klst svefn ef iðkandi nær að halda sér á milli svefns og vöku.
Tónheilun hefur áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand þitt með því að hreyfa við því sem er fljótandi í líkama þínum sem og hreyfa við orkulíkamanum þínum. Víbríngurinn sem kemur frá tónunum hefur áhrif á allt umhverfið og hver fruma titrar á sínum hraða sem verður til þess að hreyfing á sér stað og losar um hvort sem það eru líkamlegir verkir eða stöðnuð orka, tilfinningaleg eða tengd orkustöðvum þínum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tónheilun hjálpar til við að slaka á taugakerfinu, losar um stress og kvíða, bætir svefn, eykur innri frið, veitir jafnvægi, eykur skýrleika, stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi, eykur sjálfsmildi og vellíðan.
Fyrir hverja?
Þá sem eiga í erfiðleikum með að sleppa takinu (af hugsunum, tilfinningum).
Fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með svefn, eru að glíma við afleiðingar áfalla, kulnun, kvíða eða þunglyndi/depurð.
Gott fyrir þá sem hafa áhuga á hugleiðslu og langar að byrja að þjálfa sig.
Hver er ávinningur Yoga Nidra og tónheilunar?
Sýnilegustu áhrifin eru djúp slökun taugakerfis og heilun líkamans þar sem hann nær að slaka og endurnæra sig – eitthvað sem við náum aldrei að gera í hraða hins daglega lífs.
Yoga Nidra er öflug leið til að ná djúpri slökun án þess að nota lyf.
Róar taugakerfið
Slakar á hjarta og vöðvum
Gefur okkur djúpa slökun
Dregur úr svefnþörf
Dýpkar sjálfsmeðvitund
Gott við háum blóðþrýstingi, magasári, blóðrásarvandamálum, streitu, og kvillum sem tengjast hækkandi aldri.
Aðrir kostir eru minnkuð streita, betri svefn, léttir á verkjum, jákvæðara fas, betri einbeiting, meira tilfinningalegt jafnvægi.
Yoga Nidra og tónheilun getur losað um streitu og sársauka, hjálpað við svefnleysi eða svefntruflunum og kvíða. Það getur létt á sálfræðilegum kvillum, aukið sköpunargáfu og þjálfað huga og einbeitingu. Það fyllir þig orku og gefur þér sjálfstraust, hreinsar hugann og undirbýr þig fyrir hugleiðslu.
90 mínútur
Verð: Dagtími frá kl. 9-15.30, 20.000 kr tíminn
Eftirmiðdags- og helgartími frá 16.00-21.00, 25.000 kr tíminn
verð með hjartaopnandi cacao +1000 kr