top of page

HEILUN MEÐ YOGA NIDRA OG TÓNHEILUN

Yoga Nidra & Tónheilun er mótefni gegn okkar hraða, vestræna lífsstíl þar sem taugakerfið okkar er sífellt þanið. 

 

Tíminn hefst á tengingu inn í orkulíkamann, því næst færðu Yoga Nidra leidda hugleiðslu og helming tímans tónheilun, undir lok orkustöðvaheilun.

Allir geta iðkað Yoga Nidra & leidda hugleiðslu. 

Yoga Nidra er leidd hugleiðsla og stundum kallaður jógískur svefn. Nidra hjálpar okkur að fá djúpslökun í taugakerfið og líkama og getur 30 mínútna Nidra tími jafnast á við 3 klst svefn ef iðkandi nær að halda sér á milli svefns og vöku.

Tónheilun hefur áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand þitt með því að hreyfa við því sem er fljótandi í líkama þínum sem og hreyfa við orkulíkamanum þínum. Víbríngurinn sem kemur frá tónunum hefur áhrif á allt umhverfið og hver fruma titrar á sínum hraða sem verður til þess að hreyfing á sér stað og losar um hvort sem það eru líkamlegir verkir eða stöðnuð orka, tilfinningaleg eða tengd orkustöðvum þínum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að  tónheilun hjálpar til við að slaka á taugakerfinu, losar um stress og kvíða, bætir svefn, eykur innri frið, veitir jafnvægi, eykur skýrleika, stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi, eykur sjálfsmildi og vellíðan.

 

Fyrir hverja?

Þá sem eiga í erfiðleikum með að sleppa takinu (af hugsunum, tilfinningum).

Fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með svefn, eru að glíma við afleiðingar áfalla, kulnun, kvíða eða þunglyndi/depurð.

Gott fyrir þá sem hafa áhuga á hugleiðslu og langar að byrja að þjálfa sig. 

Hver er ávinningur Yoga Nidra og tónheilunar?

Sýnilegustu áhrifin eru djúp slökun taugakerfis og heilun líkamans þar sem hann nær að slaka og endurnæra sig – eitthvað sem við náum aldrei að gera í hraða hins daglega lífs.

Yoga Nidra er öflug leið til að ná djúpri slökun án þess að nota lyf.

Róar taugakerfið

Slakar á hjarta og vöðvum

Gefur okkur djúpa slökun

Dregur úr svefnþörf

Dýpkar sjálfsmeðvitund

Gott við háum blóðþrýstingi, magasári, blóðrásarvandamálum, streitu, og kvillum sem tengjast hækkandi aldri.

Aðrir kostir eru minnkuð streita, betri svefn, léttir á verkjum, jákvæðara fas, betri einbeiting, meira tilfinningalegt jafnvægi.

Yoga Nidra og tónheilun getur losað um streitu og sársauka, hjálpað við svefnleysi eða svefntruflunum og kvíða. Það getur létt á sálfræðilegum kvillum, aukið sköpunargáfu og þjálfað huga og einbeitingu. Það fyllir þig orku og gefur þér sjálfstraust, hreinsar hugann og undirbýr þig fyrir hugleiðslu.

90 mínútur

Verð: Dagtími frá kl. 9-15.30, 20.000 kr tíminn

Eftirmiðdags- og helgartími frá 16.00-21.00, 25.000 kr tíminn

verð með hjartaopnandi cacao +1000 kr

20241014_173930.jpg

YOGA NIDRA OG TÓNHEILUN

Dagtími frá 9.00-15.30

Eftirmiðdags- og helgartími 16.00-21.00

UMSAGNIR:

"Ég er eiginlega orðlaus og það gerist ekki en að finna orð sem ná í áttina á að lýsa þvi sem
Kolbrún er búin að gera fyrir mig í tveimur orkumeðferðar heilunar tímum og pendúllinn í dag, kona lifandi, hann snar snérist eins og þyrlu spaðar búin að opna á þær allar og nú bara svíf ég <3 Eftir fyrri tíman fór ég grátandi og hlæjandi og nú fljúgandi takk takk mín kæra". - Guðmundur Svövuson

"Èg verð að mæla með henni Kolbrúnu. Èg fór til hennar í gær í Reiki Heilun og Access bars Orkumeðferð og èg gjörsamlega sveif út frá henni, hún er með góða nærveru og auðvelt að fella allar varnir hjá henni. Takk fyrir mig" - Lovísa Kristín Einarsdóttir

"Nærvera, umhverfi, slökun var mun betra en ég þorði að vona, ég fékk allt sem ég vildi og rúmlega það, kvíðinn minn hvarf og ég fann raunverulega fyrir orkunni á þeim stöðum sem hana vantaði, 100% mín meðmæli og myndi hiklaust senda vini og ættingja til Kolbrúnar" 
- Margrét Erla Guðmundsdóttir

"Eftir tímann leið mér eins og ég væri vel úthvíld og fannst ég hafa náð djúpslökun í tímanum. Ég hætti koffeinneyslu viku áður (eftir áralanga daglega neyslu) og var því oft ennþá með þessa "fráhvarfaþreytu" og höfuðverki. En eftir Reiki tímann fann ég ekki fyrir þessari þreytu þó tíminn væri að morgni til. Dagarnir eftir tímann hafa einnig verið mjög orkumiklir. Mér fannst einnig koma ákveðin ró og skýrleiki yfir hugsanir og pælingar sem ég höfðu verið mér ofarlega í huga uppá síðkastið. Það kom mér svo ánægjulega á óvart að ég virkilega fann fyrir orkustreyminu í gegnum líkamann. M.a. hita eđa yl streyma um líkamann og örlítinn "víbring" út í hendur og fætur. Mjög ánægjuleg og róandi tilfinning. Kolbrún hefur rosalega gefandi og þægilega nærveru. Sköpunargleðin sem hún hefur er eflaust stór partur af kraftmiklu orkunni sem hún gefur af sér." - Sæunn Kjartansdóttir

"Takk fyrir mig í dag Fann um leið að þarna liði mér vel, þú hefur svo góða nærveru og góða orku. Hlakka til að koma aftur og mæli með fyrir alla að slaka á, og fá aðstoð við það ef þarf - engin skömm í því. Takk"

"Yndislegt andrúmsloft og frábær orka - mæli með!" - Sesselja

"Kolbrún hefur svo góða og yndislega nærveru. Hún gefur sig alla í þetta og maður finnur það svo vel. Þessi meðferð er mjög endurnærandi og góð. Ég fann fyrir þreytu en um leið vellíðan. Mæli svo innilega með að fara til Kolbrúnar." - Esther

"Ég fór í yndislegan Reiki tíma hjá Kolbrúnu. Hjá henni mætti mér yndisleg nærvera og djúpslökun engri lík. Það var ótrúlegt hvað heilunin hitti á og vann sérstaklega á orkustöðvum sem ég sjálf veit að þurfa smá ást og vinnu. Ég gekk endurnærð og ánægð útúr tímanum og vil mæla 100% með Kolbrúnu 💚" - Lúcía Sigrún

"Mæli með reyki heilun hjà Kolbrúnu, hún tekur vel á móti manni er virkilega góð og þægileg manneskja sem er gott að tala við og maður finnur mikinn mun eftir heilun, vellíðan og góða orku💫💫" Kamela Rún

bottom of page